is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36762

Titill: 
 • Líffræðivefurinn : námsefni í lífeðlisfræði á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi greinargerð ásamt námsvefnum Líffræðivefurinn – Námsefni í lífeðlisfræði á framhaldsskólastigi er lokaverkefni til M.Ed.-prófs í menntun framhaldsskólakennara. Meginmarkmið með verkefninu er að kanna hvort rafrænt námsefni henti í lífeðlisfræðikennslu á framhaldsskólastigi og varpa fram hugmynd að slíku efni. Fjallað er um bakgrunn verkefnisins í greinargerðinni og efnið sett í fræðilegt samhengi. Mikil þróun hefur átt sér stað í hvers konar miðlun og námsefnisgerð í takt við hraða tækniþróun nútímasamfélaga og æ fleiri framhaldsskólakennarar kalla eftir stafrænu námsefni til nota með sínum nemendum. Í þessu verkefni var kannað hvers konar námsefni íslenskir framhaldsskólar styðjast við í líffræðikennslu og leitað eftir sjónarmiðum kennara og nemenda í einum af stærri skólunum um stafrænt námsefni í lífeðlisfræði. Gögnum var safnað með spurningakönnun og einstaklingsviðtali. Hugmyndir að gerð námsefnis á vef um lífeðlisfræði eru settar fram og ræddar í því ljósi. Lögð eru fram drög að efnisvef, fjallað um megintilgang með slíkum vef, efnisval, efnistök og framsetningu eða miðlun. Stuðst var við valin líkön um hönnun kennslu og námsgagna við þróun vefsins og alla hugmyndavinnu sem honum tengist. Niðurstöður athugana benda til þess að meirihluti framhaldsskóla noti ekki rafrænt námsefni í líffræðikennslu. Einnig benda þær til þess að nemendur séu almennt jákvæðir gagnvart rafrænu námsefni. Hins vegar virðast viðmót námsefnisins og aðgengi að því skipta miklu máli. Því lagði höfundur áherslu á að gera námsvefinn eins notendavænan og mögulegt er. Á námsvefnum er efni sem nemur um einum kafla í hefðbundinni námsbók. Þar má til að mynda finna stutta kennslumynd, þrívíddarlíkön og hugmyndir að verkefnum, þar sem meðal annars reynir á stafræna tækni og fjölhátta miðlun. Vefurinn á að auka aðgengi að námsefninu og bjóða upp á ólíkar leiðir að vinna með það. Á þann hátt má koma betur til móts við mismunandi þarfir nemenda og vonandi þjónusta þá betur.
  Námsvefinn má finna á slóðinni http://www.liffraedi.is.
  Skjáskot af efni vefsins eru birt í sérstöku skjali sem fylgja mun þessari greinargerð við skil.

 • Útdráttur er á ensku

  This report, The Biology Web site – Study materials in physiology at the upper secondary level, along with a prototype version of the Biology Web site, are a final assignment for an M.Ed. degree in upper secondary pedagogy. The main aim of this project is to research whether electronic study materials are suitable for upper-level physiology teaching and to present ideas reflecting what materials of that kind could be like. The background of the project is discussed in the report and the subject is presented in a theoretical context. Studies have shown that there has been considerable development in the field of study materials. An increasing number of high school teachers are demanding electronic study materials and this is in keeping with the pace of technological development in modern society. The report also examines the kinds of study materials some Icelandic colleges use in biology and the teachers‘ and students‘ views in one of the schools are explored when it comes to the use of electronic study materials in the subject. Data was collected through a questionnaire and individual interview. Design ideas for the web site are also discussed as well as its main purpose, which influences the content selection and layout. Selected design models were used, along with the results of the research when creating the site. Findings indicate that the majority of upper secondary schools do not use electronic study materials in biology. They also indicate that students generally hold positive views towards electronic study materials. However, the approach of the course materials and its accessibility seem to be of great importance. Therefore, the author emphasized making the website as user-friendly as possible. On the website, content is the equivalent of a single chapter in a traditional textbook. There, among other things, you can find a short tutorial video, 3D models, and project ideas. The web was designed to offer better and more varied access to the study materials of biology at the upper secondary school level in order to meet more efficiently different needs of the students.
  The website can be found at http://www.liffraedi.is.
  Screen shots of the website can be found in a document accompanying this report.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iris_Thorlacius_Hauksdottir.pdf2.45 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal_Skjaskot_Namsvefur.pdf5.8 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni.pdf371.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF