is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36763

Titill: 
  • Er ekki kominn tími til að tengjast? : tengslanet myndmenntarkennara um þróun námsefnis í myndmennt : greinargerð og námsefni
  • Titill er á ensku Is it not time to connect? : teachers’ network for the development of educational material in visual arts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið Er ekki kominn tími til að tengjast? Tengslanet myndmenntarkennara um þróun námsefnis í myndmennt samanstendur af fræðilegri greinargerð og nýju námsefni fyrir miðstig grunnskólans sem leggur áherslu á menningartengd verkefni. Markmið verkefnisins er finna leið til að nýta samfélagsmiðla svo auðvelda megi samvinnu sjónlistakennara við þróun og gerð námsefnis í sjónlistum. Greinargerðin inniheldur samantekt á námskenningum er tengjast myndmennt. Rýnt er í fræðigreinar, rannsóknir og bækur til að skoða hvað gert hefur verið og hvaða námskenningar styðja við mikilvægi þess að sjónlistakennarar í ólíkum menningarheimum vinni saman að þróun greinarinnar. Sérstakur gaumur er gefinn að skrifum fræðimannanna Bamford, Robinson, Fullan og Craft. Til þess að finna heppilega leið að þessu markmiði reyndi höfundur að setja upp tengslanet við nokkra kennara, bæði á Íslandi og erlendis. Í tilrauninni skiptust kennararnir á verkefnum sem byggðu á ólíkum menningararfi, miðluðu reynslu sinni til annarra og deildu reynslunni með öðrum. Enn fremur hugleiddu þeir hvað betur hefði mátt fara við innlögn verkefnanna og hvernig mætti bæta þau. Í námsefnisþætti verkefnisins eru námsefninu gerð skil og niðurstaða samvinnunnar útlistuð. Mörg verkefnanna byggja á þjóðsögum og menningartengdum goðsögnum sem gefur nemendum einnig innsýn í sögulega arfleifð og þjóðhætti. Í greinargerðinni lýsir höfundur notkun verkefnasafnsins og gerir grein fyrir þeim kennsluaðferðum og kringumstæðum sem hann telur henta við notkun þeirra í kennslu. Enn fremur gerir hann grein fyrir grundvallarhugtökum er tengjast námsefninu og heppilegum matsaðferðum. Af þróun námsefnisins má sjá mikilvægi þess að nemendur takist á við verkefni af ólíkum menningartoga. Slík verkefni gefa nemendum innsýn í aðra menningarheima, auka víðsýni þeirra og umburðarlyndi. Samvinna myndmenntarkennara af ólíku þjóðerni getur jafnframt aukið víðsýni þeirra og gert kennsluna áhugaverða, bæði fyrir þá sjálfa og nemendur.

  • Útdráttur er á ensku

    This report, Is it not time to connect? Teachers’ network for the development of educational material in visual arts is a summary of a theoretical report and a new curriculum for the middle school elementary, which focuses on cultural-related projects. The aim of this report is to find a way to utilize social media to facilitate the collaboration, for teachers who teach visual arts, in the development and preparation of study material in the industry. The report contains a summary of study theories related to visual arts. Academic articles, books and researches are reviewed to examine what has been done and if there is a study theory that supports the importance that teachers of visual arts should work together from different cultures to develop the field. Special attention is given to the writings of the scholar Bamford, Robinson, Fullan and Craft. In order to find a suitable way to achieve this goal, the author set up a network with several teachers, both in Iceland and abroad. In the experiment, the teachers shared tasks based on different cultural heritage and shared their experiences with each other. In addition, the teachers were asked to consider what could have been done better in this assignment and how it could be improved. In the course, the components of the project are presented and the results of the collaboration is detailed. Multiple assignments are based on folklore and cultural myths, which also give students an insight into historical heritage and ethnicity. In the report, the author describes the use of this project portfolio and explains the teaching methods and circumstances that he considers suitable for that type of teaching method. Furthermore, the author explains basic concepts related to the subject matter and appropriate assessment methods. From the development of the course material is it possible to deduct that it shows the importance on how students approach and tackle different cultural issues. These specific assignments give students insight into other cultures and increase their panorama and tolerance. The collaboration of visual art teachers from different nationalities can also increase their scope and make teaching interesting for both themselves and students.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námsefni Íris H. Klein.pdf780.29 kBOpinnNámsefniPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg43.28 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Greinargerð Íris H. Klein^.pdf563.82 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna