is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36764

Titill: 
  • Áhrif margþættrar mismunar á líkamsímynd fatlaðra kvenna : líkamsvirðingarbyltingin í brennidepli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er skoðað hvaða áhrif margþætt mismun hefur á líkamsímynd fatlaðra kvenna. Fjallað verður um viðfangsefnið út frá fræðum og kenningum, meðal annars um fræðileg sjónarhorn á fötlun, hugtökum um líkamsímynd og sjálfsmynd og mismunun í garð fatlaðra kvenna á grundvelli kyngervis, holdafars og fötlunar. Líkamsímynd og sjálfsmynd er veigamikill þáttur í lífi allra kvenna og afleiðingar af neikvæðri líkamsímynd geta verið skaðlegar fyrir konur. Niðurstöður verkefnisins sýndu fram á að fatlaðar konur upplifa neikvæða líkamsímynd vegna margþættrar mismunar í garð þeirra. Þá verður fjallað um líkamsvirðingarbyltinguna og hvernig hún birtist á samfélagsmiðlum. Jafnframt verður fjallað um leiðir til að efla líkamsímynd fatlaðra kvenna með valdeflingu og fræðslu, bæði kynfræðslu og almennri fræðslu um líkamsvirðingu. Að lokum verður skoðað hvernig íslenskt samfélag er að beita sér í líkamsvirðingarbyltingunni og hvaða leiðir er hægt að nýta hér á landi. Það er mikilvægt að stuðla að fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og er líkamsvirðingarbyltingin mikilvæg fyrir allar konur og sérstaklega fyrir jaðarsettan hóp eins og fatlaðar konur.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_BAverkefni.pdf752.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf103.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF