is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36765

Titill: 
 • Að rækta nemendur til góðra verka : hvert er viðhorf kennara til lífsleiknikennslu í grunnskólum?
 • Titill er á ensku Cultivating kindness : which attitudes do teachers hold towards life skills education in Icelandic primary schools?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Menntun er þýðingarmikil einstaklingum og samfélaginu öllu í heild. Skólinn gegnir því mikilvægu hlutverki með að veita börnum þekkingu og undirbúa þau undir það að verða umhyggjusamir og ábyrgir einstaklingar. Til þess að ná settu marki getur verið farsælt að beina athyglinni með kerfisbundnum hætti að lífsleikni, að félags- og tilfinningafærni nemenda.
  Meistaraverkefni þetta fjallar um rannsókn í tengslum við lífsleikni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf kennara til lífsleiknikennslu í grunnskólum landsins og skilja og öðlast þekkingu á stöðu hennar í skólum. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta er fræðileg umfjöllun um greinina lífsleikni, tengsl við aðalnámskrá og fjallað er um fræðimenn sem tengjast lífsleikni. Í seinni hluta er gerð grein fyrir eigindlegri og megindlegri rannsókn á stöðu lífsleiknikennslu í grunnskólum, en sú grein er hluti af samfélagsgreinum. Rannsóknarspurningin, sem rannsóknin er unnin út frá, er: Hvert er viðhorf kennara til lífsleiknikennslu í grunnskólum?
  Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á svörum kennara við spurningalista, sem var sendur út, og einnig á áhorfi og viðtölum við lífsleiknikennara. Sendur var spurningalisti á tuttugu grunnskóla landsins og voru lífsleiknikennarar við þá skóla beðnir að svara honum. Þátttakendur voru valdir með tilviljunarúrtaki þar sem allir skólar landsins, sem eru 169 að tölu, voru settir upp í ákveðið forrit og voru dregnir út 20 skólar, tilviljunarkennt. Gagnaöflun fór fram í október 2019. Í eigindlega hlutanum var valið úrtak, framkvæmd var vettvangsathugun þar sem höfundur fylgdist með kennslu og tók viðtöl við lífsleiknikennara. Gagnaöflun fór fram í febrúar 2020 í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu.
  Höfundur vonar að niðurstöður geti nýst í uppbyggingu á lífsleiknikennslu og þróun hennar.

 • Útdráttur er á ensku

  Education is profoundly significant to individuals as well as the community as a whole. The school serves an important role in equipping children with knowledge and preparing them to become responsible and caring individuals. To fulfill that role it can be efficacious to focus systematically on student’s life skills, social and emotional.
  This M.Ed. thesis is based on the author’s research regarding life skills. The purpose of this research was to explore teacher’s attitude toward life skills education in Icelandic primary schools and to understand and acquire knowledge on its status in the aforementioned schools. This thesis is in two parts. The first part is an academic research on the subject of life skills, on its association with the national curriculum as well as a review of scholars of life skills. The second part will disclose the qualitative- and quantitative research on the status of life skills education in primary schools, that subject is within the subject of social studies. The research question on which the research is based is: “Which attitudes do teachers hold towards life skills education in primary schools?”
  These research findings are based on answers given by teachers to a questionnaire, which was sent out to randomly selected schools, along with an observation of- and an interview with life skill teachers. A questionnaire was sent out to 20 Icelandic primary schools with the request that their life skills teachers participate. The participating schools were selected by simple random sampling where all Icelandic primary schools are the population, 169 schools. They were set up in a program which selected 20 schools randomly. Data gathering took place in October 2019. In the qualitative part of the research a convenience sample was used. On field research was conducted where the author observed life skill classes being taught along with in-depth interviews with the teachers of the classes. Data gathering took place in February 2020 in two primary schools in the capital region.
  The author hopes that his findings will prove useful to the construction of life skills education and its development.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni - lokaskil - 26.5.20 Íris Kristín Smith (1) (1).pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Íris Kristín Smith_yfirlýsing.pdf86.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF