is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36766

Titill: 
  • Hefur búsetuform áhrif á lífsgæði? : samanburður á lífsgæðum fatlaðs fólks í mismunandi búsetuúrræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaraðferðin er megindleg og var framkvæmd í febrúar og mars 2020. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort það sé munur á mati á lífsgæðum fatlaðs fólks sem býr á sambýli en hefur síðar flutt í sjálfstæða búsetu. Matið var gert með spurningalista á kvarðanum 0-10 (International Wellbeing Group, 2013). 10 þroskaþjálfar sem höfðu persónulega reynslu af því að vinna með fötluðu fólki, sem hafði búið á sambýli og seinna á ævinni flutt í sjálfstæða búsetu, og þekktu þau nægilega vel til þess að geta myndað sér álit á lífsgæðum þeirra. Þessir þroskaþjálfar lögðu mat sitt á 29 fatlaða einstaklinga á aldrinum 25-82 ára, af báðum kynjum. Meðaltal á mati á heildarlífsgæðum á sambýli er 5,97. Meðaltal á mati á heildarlífsgæðum í sjálfstæðri búsetu er 7,92. Meðaltölin á mati á ánægju með samfélagslega þátttöku og félagsleg samskipti voru 8,16 þegar þeir bjuggu í sjálfstæðri búsetu en 5,93 þegar þeir bjuggu á sambýli. Samkvæmt mati þroskaþjálfa í þessari rannsókn var því töluverður munur á lífsgæðum eftir að fötluðu einstaklingarnir fluttu í sjálfstæða búsetu.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg6.24 MBLokaðurYfirlýsingJPG
ba15.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna