is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36768

Titill: 
 • Leikur, gleði og stærðfræði : leitin að árangursríkri stærðfræðivinnu á leikskóla
 • Titill er á ensku Fun, games and mathematics : the search for effective ways to introduce mathematics in kindergarten
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um stærðfræðileik og nám barna í leikskóla. Rannsakandi skoðar hvernig stærðfræði fléttast inn í leik barna og hvernig má vinna með hana innan leiksins. Önnur markmið rannsóknarinnar eru að efla rannsakanda sem kennara og að gera stærðfræði betri skil á vinnustað rannsakanda. Í ritgerðinni er unnið með rannsóknarspurninguna: Hvaða leiðir getur leikskólakennari farið til að vinna markvisst með stærðfræði? Undirspurning er: Hvernig bregðast börn við stærðfræðiverkefnum? Til að fá svör við spurningunum framkvæmdi rannsakandi vettvangsrannsókn á eigin vinnustað þar sem lögð voru stærðfræðiverkefni fyrir 8 börn sem voru fimm ára þegar verkefnin voru unnin. Verkefnum var skipt niður í inni og –úti verkefni og voru þau unnin á vormánuðum 2019 á einni deild á einum leikskóla. Eftir að öllum gögnum hafði verið safnað voru þau flokkuð í þrjá flokka út frá þeim inntaksþætti stærðfræðinnar sem verkefnið innihélt: rúmfræði, mælingar eða tölur og talnaskilning. Skiptingin var gerð í þeim tilgangi að koma auga á hvaða viðfangsefni stærðfræðinnar börnin þekktu og væru að vinna með í verkefnunum og hvernig þau stæðu almennt stærðfræðilega séð. Helstu niðurstöður benda til þess að börnin sem tóku þátt hafa töluvert vald á stærðfræði og geta nýtt stærðfræðiþekkingu sína á fjölbreyttan hátt. Þau voru almennt jákvæð fyrir stærðfræði og stærðfræðilegum áskorunum. Rannsakandi hefur öðlast betri sýn inn í stærðfræðiveröld barnanna sem tóku þátt í rannsókninni og öðlast reynslu við að skipuleggja og hafa umsjón með jákvæðu stærðfræðinámi barna á aldrinum 3 – 6 ára.

 • Útdráttur er á ensku

  The main subject of this thesis is to discuss children‘s study of and play with mathematics in kindergartens. The researcher looks at how mathematics intergrade into children‘s play and how mathematics can be integrated into play. Other goals of the thesis is to strengthen the researcher as a teacher and make mathematics better understood at the researcher‘s workplace.
  This thesis will look into the research question: What methods can kindergarten teachers use effectively to work with mathematics. The sub-question is: How do children react to mathematical assignments? To obtain answers to these questions the researcher conducts field study on the premises of own workplace where eight children, who all were five at the time, were given mathematical assignments. These assignments were divided into indoor and outdoor activities that all took place in the
  fall of 2019 in one class of one kindergarten. After all data had been collected, the data was divided into three main categories: geometry, measurements and numerical understanding. This division was to identify which subjects of mathematics children already knew, what they were working with in the assignments and their mathematical strength in general. Main findings suggest that he participating children have
  considerable mathematical strength and can apply their mathematical knowledge in number of ways. The children had, in general, positive attitude for mathematics and mathematical challenges. The researcher has gained better insight into the mathematical world of the children who took part in this research and has gained experience in planning and supervising positive mathematical education for children at the age of 3-6 years old.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Árnadóttir - lokaritgerð.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 Jóhanna Árnadóttir.pdf170.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF