is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36771

Titill: 
  • Strandabyggð, fyrr og nú : verkefnasafn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnasafn þetta er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennsku með áherslu á samfélagsgreinar við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefnasafninu er að búa til heildstætt safn verkefna um Strandabyggð þar sem aðal áhersla er lögð á ígrundun um heimabyggðina, sögulega grenndarkennslu og staðhætti. Hugmyndin er sú að kynna 10-13 ára nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík fyrir sögulegum atburðum og stöðum sveitafélagsins ásamt staðháttum og örnefnum. Einnig er leitast við að fá nemendur til að ígrunda það sem Strandabyggð hefur upp á að bjóða, bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Greinargerðin sem fylgir verkefnasafninu inniheldur það sem liggur að baki þeim verkefnum sem þar má finna. Verkefnin eru unnin með markmið aðalnámskrá grunnskóla til hliðsjónar. Sérstaklega er fjallað um markmið aðalnámskrár um fjölbreytni náms og grunnstoðir námskráarinnar sem og um samfélagsgreinar og hvernig markmið þeirra birtast í námskránni. Þeir fræðimenn sem höfðu hvað mest áhrif á gerð verkefnasafnsins eru John
    Dewey, Robert Sternberg og Benjamin Bloom. Þar ber helst að nefna mannlega hæfileika sem hafðir eru að leiðarljósi í verkefnunum ásamt þeim greindum og sviðum sem leggja skal áherslu á. Ennfremur leggja verkefnin megin áherslu á raunveruleg viðfangsefni og eru þau því unnin í og með eigin náttúru og umhverfi.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-greinargerð.pdf299.34 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
lokaverkefni-verkefnasafn.pdf1.9 MBOpinnVerkefnasafnPDFSkoða/Opna
yfirlýsing .pdf17.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF