is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36772

Titill: 
  • Viðhorf leikskólastarfsmanna til málörvunar barna sem hafa annað móðurmál en íslensku
  • Titill er á ensku Preschool staffs' attitudes to language stimulation for children who speak Icelandic as a second language
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Góð færni í íslensku skiptir sköpum fyrir velgengni barna í námi á Íslandi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að íslensk börn á leikskólaaldri sem eiga annað móðurmál en íslensku, hér eftir nefnd ísl2 börn, ná litlum framförum í íslensku og að íslenskufærni þeirra er mun minni en barna sem hafa íslensku sem móðurmál, hér eftir nefnd ísl1 börn (Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Jóhanna Thelma Einarsdóttir, 2018; Aneta Figlarska, Rannveig Oddsdóttir, Samúel Lefever og Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2017; Hulda Patricia Haraldsdóttir, 2013). Í þessari rannsókn voru könnuð viðhorf leikskólastarfsmanna til málörvunar ísl2 barna. Rafrænn spurningalisti var sendur til allra starfsmanna leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg sem sinna uppeldi og menntun. Spurningalistinn var sendur á 160 netföng. Alls bárust 70 svör og var svarhlutfall 44%. Af þeim voru 33,3% með leikskólakennaramenntun á háskólastigi, 24,6% með háskólamenntun tengda uppeldi og menntun, 13,0% með aðra háskólamenntun og 34,8% með enga háskólamenntun. Niðurstöður sýndu að yfir 90% þátttakenda töldu samskipti og málörvun með áherslu á íslenskan orðaforða mikilvæga þætti í málörvun ísl2 barna. Að auki taldi meirihluti þátttakenda að mikilvægt væri að ísl2 börn fengju málörvun í viðkomandi móðurmáli í leikskólanum, þ.e. þátttakendur skiptust nánast í tvennt í afstöðu sinni til móðurmálskennslu ísl2 barna. Rúmur helmingur þátttakenda hafði lítið faglegt sjálfstraust varðandi málörvun ísl2 barna og meira en helmingur taldi sig ekki geta stutt börnin við að efla íslenskufærni sína eins og þeir helst vildu. Tilgreindu flestir í fyrsta lagi að of mörg börn og of fáir starfsmenn væru á deild, í öðru lagi að of lítill tími væri til að sinna verkefninu og í þriðja lagi að skortur væri á faglegum stuðningi. Tæplega helmingur þátttakenda með leikskólakennaramenntun á háskólastigi töldu sig ekki hafa fengið nægan undirbúning í leikskólakennaranáminu til að sinna málörvun í íslensku hjá þessum barnahópi. Af þessum niðurstöðum má sjá ákveðið stefnuleysi og óöryggi meðal starfsmanna leikskólanna. Niðurstöður benda til þess að leita þurfi leiða til að starfsfólk leikskóla sé samtaka og betur upplýst um hvaða þættir skipta sköpum í málörvun ísl2 barna. Þá þarf starfsfólk að vera meðvitað um að málörvun í móðurmálum barnanna ætti, samkvæmt rannsóknum, ekki að vera áhersluatriði. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að meirihluti starfsmanna telur sig ekki ná að styðja börnin nægilega til að efla íslenskufærni sína.

  • Útdráttur er á ensku

    Good Icelandic skills are crucial for children’s success in their education. Research has shown that in the preschool years bilingual children (referred to as ísl2 children) lacking Icelandic skills compared to children who have Icelandic as their first language (referred to as ísl1 children) (Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir and Jóhanna Thelma Einarsdóttir, 2018; Aneta Figlarska, Rannveig Oddsdóttir, Samúel Lefever og Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2017; Hulda Patricia Haraldsdóttir, 2013). In this study, preschool staffs’ attitudes to language stimulation for ísl2 children were studied. An online questionnaire was sent to all preschool staff in Árborg municipality who worked in early childhood education. The questionnaire was sent to 160 email addresses and 70 responses were received, a response rate of 44%. Participants had varying qualifications: 33,3% had a university early childhood education degree, 24,6% had degrees related to education, 13,0% had another type of university degree, and 34,8% had no formal education. Results showed that over 90% of the participants believed that communication and language stimulation focused on Icelandic vocabulary were important factors in language stimulation for ísl2 children. Adding to this, the majority of participants believed simulation of ísl2 children’s first language was important. Roughly half of the participants had low levels of professional confidence and knowledge related to language stimulation for ísl2 children and over half of the participants did not believe that they could support ísl2 children’s Icelandic skills as well as they wished. Reasons for this included too many children and too few staff in each classroom, limited time available to work focus on this issue, and a lack of professional support. A little less than half of the participants with early childhood university degrees believed that they were not adequately prepared by their studies to support ísl2 children’s language. Judging from these results, current policies do not meet current needs and there is a sense of insecurity amongst preschool staff related to ísl2 children. The results also show that preschool staff need to work together and need to be better informed about what is important in ísl2 children’s language stimulation. Preschool staff need to be aware that first language stimulation should not, according to research, be the main focus of their early years education. This especially important given that the majority of the participants did not believe that they possess the right tools to support these children well enough to improve ísl2 children’s Icelandic skills.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf leikskólastarfsmanna til málörvunar barna sem hafa annað móðurmál en íslensku.pdf1,33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.PDF3,18 MBLokaðurYfirlýsingPDF