is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36774

Titill: 
 • Heimsmarkmiðin sem undirstaða kennsluefnis í myndmennt : greinargerð og verkefnasafn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er hluti af 10 ECTS lokaverkefni til B.Ed.-prófs með áherslu á list- og verkgreinar við Deild faggreinakennslu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt og samanstendur af greinargerð og vefsíðu sem ætlað er að styðja við kennslu í myndmennt. Verkefnið er unnið út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stuðst er við grunnþætti menntunar og hæfniviðmið aðalnámskrá grunnskóla. Vefsíðan er miðuð að myndmenntakennslu í grunnskólum og inniheldur fjölbreytt verkefni. Verkefnin tengjast fjórum af sautján heimsmarkmiðum.
  Vefsíðan og verkefnin eru hönnuð með miðstig grunnskóla í huga og miðuð að markmiðum og hæfniviðmiðum aðalnámskrár við lok 7.bekkjar.
  Vefsíða og verkefnasafn eru ætluð myndmenntakennurum í grunnskólum sem vilja vinna með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hvort sem er í þemavinnu eða sem stök verkefni í kennslustund myndmenntar.
  Í fræðilegum hluta greinargerðarinnar er fjallað um sköpun og möguleikahugsun byggða á hugmyndum kennslufræðingsins Önnu Craft en einnig verður stuðst við fræðimennina Gardner, Freud, Winnicott og Guilford. Fjölgreindarkenning Gardners er skoðuð og þá sérstaklega út frá myndmennt.
  Komið er inn á grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og rýnt í hvernig þeir tengjast myndmennt og Heimsmarkmiðunum.
  Vonast höfundur þessa verkefnis til þess að myndmenntakennarar nýti sér vefsíðuna og verkefnin með grunnþætti menntunar, aðalnámskrá grunnskóla og Heimsmarkmiðin að leiðarljósi.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf195.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.Ed lokaskil 22.maí Jóna Þorgerður Andrésdóttir.pdf405.5 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Vefsíða með greinagerð: https://jtha46.wixsite.com/180180?fbclid=IwAR32O3Lc_RbSjKUHHk5e7iuqWbFzQOpcBd2gq_YUB8zn0h6QY5SiGNmOryQ