Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36779
Í gegnum árin hefur kynfræðsla í íslenskum skólum verið gagnrýnd fyrir að einblína á líffræðilegan hluta hennar, að henni sé ekki gefið nægilegt rými í skólastarfinu og að félagslega þáttinn vanti alfarið í hana. Ítrekað má sjá fréttir á fréttaveitum þar sem kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum er harðlega gagnrýnd. Unga fólkinu okkar þykir ekki nægilega vel að henni staðið og hafa fagaðilar, t.d. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, deilt sínum áhyggjum af málinu líka.
Markmið þessa verkefnis er því að svara kalli samfélagsins um stóreflda kynfræðslu með því að útbúa námsspil sem auðveldar kennurum í kynfræðslu að fjalla um efnið á nútímalegan hátt. Spilið er sniðið að nemendum á framhaldsskólastigi en má einnig nota á efsta stigi í grunnskóla.
Spilið er spilastokkur sem skiptist tvo hluta, hugtakahluta og skilgreiningarhluta. Hugtakahlutinn skiptist í fjóra flokka en hver flokkur hefur sitt þema, sá fyrsti fjallar um allt sem tengist líffræðilegu kyni og kynhneigðum og annar kemur að öllu sem tengist kynlífi. Sá þriðji fjallar um líffræðilegu kynfræðsluna og sá fjórði fjallar um félagslegu hliðar hennar en þar má meðal annars finna hugtök sem tengjast kynjafræði en eiga fullt erindi í nútímalegri kynfræðslu. í skilgreiningarhlutanum má síðan finna skilgreiningar allra hugtakanna.
Verkefninu fylgja upplýsingar um ólíkar leiðir til þess að nota spilið í kennslu ásamt tveimur handbókum, annarri fyrir kennara og hinni fyrir nemendur og foreldra. Í handbókinni fyrir kennara er að finna ítarlegar skýringar á þeim hugtökum sem koma fyrir í spilinu. Í handbók fyrir nemendur og foreldra eru einfaldari skýringar á hugtökunum en þær eru hugsaðar fyrir notkun nemenda í tímum eða sem aðstoð fyrir foreldra sem hafa áhuga á að taka umræðuna með unga fólkinu sínu heima.
Það er ósk mín að þetta verkefni komi til móts við áralangt kall samfélagsins um bætta kynfræðslu í skólakerfinu með því að veita kennurum nýtt og nútímalegt námsgagn til kennslu.
Over the years, sex education in Icelandic schools has been criticized for focusing solely on biology, with teaching that does occur confined in its remit and the social component completely lacking. The media has sharply criticized sex education in primary and upper secondary schools. Younger generations believe that this topic is not taught sufficiently and professionals, including Iceland´s Chief Epidemiologist, Þórólfur Guðnason, have voiced concerns as well.
The goal of this project is to respond to society´s call for increased sex education by creating an educational card game that facilitates the teaching of sex education in a contemporary way. The game is designed for students in upper secondary school but can also be useful at the upper levels in elementary school.
The game is a deck of cards that is divided into two parts and four categories, each with a different theme. The first deck deals with everything from biological sex and sexual orientation. The second one deals with everything related to sex. The third one deals with biological sex education, and the fourth relates to the social aspects, including terms that deal with gender education but is entirely relevant for modern sex education. The second part is a deck with all the definitions of the game.
This project contains information regarding different ways to use the cards in teaching, as well as two manuals: one for teachers and the other for students and parents. The teacher´s manual provides detailed explanations of the terms that are included in the game. The manual for students and parents contains simplified definitions of the concepts as they are designed for use in class or as tools for parents interested in discussing this topic at home.
It is my wish that this master thesis and game deck meets our society´s long-standing call for improved sex education in schools by providing teachers with a new and modern way to approach it.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Kynjumst betur greinargerð.pdf | 2.37 MB | Open | Report | View/Open | |
Handbók fyrir nemendur og foreldra.pdf | 2.29 MB | Open | Handbók nemenda og foreldra | View/Open | |
Handbók fyrir kennara.pdf | 2.48 MB | Open | Handbók kennara | View/Open | |
Yfirlýsing skemmu KKF.pdf | 650.89 kB | Locked | Declaration of Access |