Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36780
Markmið ritgerðarinnar er að undirstrika mikilvægi sjálfræðis í ákvarðanatöku einstaklinga og þar með hæfni þeirra til að verða virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Jafnframt að sýna fram á áhrif sjálfræðis nemenda á velferð í námi, sem og í daglegu lífi. Ritgerðin byggir á sjálfsákvörðunarkenningum og þrem undiekenningum þeirra um sálrænar grunnþarfir, heildræna samlögun og vitsmunalega matskenningu. Sjálfræði gerir einstaklingum kleift að vega og meta valkosti ásamt því að átta sig á því hvenær athafnir eru þeirra eigin. Það er mikilvægt að hlúð sé að sjálfræði einstaklinga en það er gert með því að styðja við sjálfræði þeirra í daglegu lífi. Slíkur stuðningur við sjálfræði eykur þátttöku og áhuga nemenda í skólastarfi og hvetur þá áfram í námi. Íslensk lög og aðalnámskrá grunnskóla búa skólum til rými til að móta skólasamfélag eftir stefnu skólans. Skólar geta því stutt við sjálfræði nemenda ef vilji er fyrir hendi en rannsóknir benda til þess að almennt sé það ekki gert.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_pdf.pdf | 523,47 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing-kks7.pdf | 238,81 kB | Locked | Declaration of Access |