is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36783

Titill: 
 • Bókmenntakennsla : kveikjum áhuga unglinga á bókum
 • Titill er á ensku Teaching literature : triggering teenagers interest in books
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að athuga hvort að lestur, bókmenntakennsla og umhverfi hafi áhrif á lestur unglinga í grunnskólum. Ritgerðin er byggð á niðurstöðum rannsóknarverkefnisins Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (ÍNOK) auk viðtala við skólastjóra, kennara og nemendur í grunnskóla á landsbyggðinni sem hefur sett lestur og læsi í forgang í sinni kennslu. Niðurstöðurnar eru bornar saman og lagðar eru til aðferðir til að efla bókmenntakennslu á unglingastigi í grunnskólum. Að nokkru leyti eru niðurstöður viðtalanna og rannsóknarverkefnisins líkar en þó má sjá mikinn mun á bókakosti, mikilvægi bókasafns og þeirri skýru stefnu stjórnenda og kennara að setja lestur í forgang.
  Skoðað er hvaða bókmenntir gætu hentað til kennslu á unglingastigi, unglinga-bókmenntir og Íslendingasaga. Sett eru fram dæmi um kennsluaðferðir til að fara eftir, með það að markmiði að kennarar geti verið öruggir með sína þekkingu og kennslu og þannig kveikt frekari áhuga hjá nemendum sínum.
  Eitt helsta hlutverk kennara á unglingastigi í lestrarkennslu er að reyna að auka áhuga á lestri og hvetja nemendur til að verða sjálfstæðir lesendur, niðurstöður rannsóknarverkefnisins ÍNOK benda til þess að það sé mat kennara og þá vanti aðferðir og leiðir til að ná enn betri árangri. Í þessari ritgerð verða settar fram aðferðir til að nota við bókmenntakennslu unglinga með það markmið í huga að hvetja til lesturs.

 • Útdráttur er á ensku

  The motive of this thesis is to see if reading, teaching literature and environment can have effect on teenagers reading in middle school. The thesis is structured on the results from the study “Icelandic as a subject and a teaching language” and interviews with a principal, Icelandic teacher and students from a small school that made reading and literacy a priority in their teaching. The results are compared, and approaches proposed to make literature teaching better in middle school. To some extent the results from the interviews and the study are similar but there is a big difference on book supply, importance of a school library and a clear policy from administrators and teachers to put reading first.
  In the thesis it is checked out what literature texts could fit in to teaching teenagers, book for teenagers and Íslendingasaga. Examples on approaches to follow are made with that goal in mind to make teachers confident with their knowledge and teaching and use that to spark interest with their students.
  One of the biggest role teachers have when teaching reading to teenagers is to spark interest and encourage students to be independent with their reading, the results from the study “Icelandic as a subject and a teaching language” say that is what teachers experience and they feel like they need more methods and ways to get better results. In this thesis methods will be listed to use when teaching teenagers literature.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf173.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF