is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36784

Titill: 
 • Sýn barna á skil leik- og grunnskóla : upplifun tveggja barna með sjónskerðingu af þáttaskilum
 • Titill er á ensku Transition from preschool to primary school : perspective of two children with visual impairment
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að skoða viðhorf tveggja barna með sjónskerðingu gagnvart því að flytjast frá leikskóla upp í grunnskóla. Tilgangur verkefnisins er að skoða reynslu barnanna af því sem þeim þykir mikilvægt í daglegu skólastarfi þannig að kennarar geti gert sér betur grein fyrir því hverjar áherslur barnanna eru og hvernig þau upplifa samfellu á milli skólastiga.
  Rannsóknarspurningarnar voru því: Hver er upplifun tveggja barna með sérþarfir af námsaðstæðum sínum og af flutningi milli skólastiga? Hver er upplifun barnanna af samfellu á milli skólastiga?
  Rannsóknin fór fram vorið 2020 þar sem unnið var með tveimur börnum, stúlku í fyrsta bekk í grunnskóla og dreng sem er á sínu síðasta ári í leikskóla. Í verkefninu var notuð eigindleg aðferðafræði en hún byggir á því að skoða viðfangsefnið í félagslegu samhengi. Með slíkri aðferðafræði er gagna aflað í gegnum samtöl og með því að hlusta á og fylgjast með því sem gerist í kringum rannsakanda. Því var ákveðið að afla gagna með hálf-opnum viðtölum við börnin, vettvangsathugunum og óformlegum samtölum.
  Upplifun barnanna af flutningi milli skólastiga virtist vera í takt við aðrar rannsóknir um sama viðfangsefni. Áhugi barnanna snerist um leik á meðan þau litu svo á að hefðbundið nám væri annaðhvort erfitt eða leiðinlegt. Bæði börnin sögðu frá aðstæðum þar sem aðgengi eða þekking á skólaumhverfi hafði áhrif á upplifun þeirra af daglegu starfi í skólanum. Félagsleg tengsl við vini úr leikskólanum, eldri börn og systkini voru þeim mikilvæg og virtust ýta undir öryggi og áhuga barnanna á því að flytjast yfir í grunnskóla. Upplifun barnanna benti til þess að mismunandi áherslur væru í kennsluháttum í leik- og grunnskóla og að ákveðinn aðskilnaður væri á milli leiks og náms þegar komið væri upp í grunnskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  In this project we seek to study the perspectives of two children with visual impairment about transitioning from preschool to primary school. The purpose is to seek out the children‘s opinion on what‘s important in their daily life at school and how they experience continuity between preschool and primary school.
  The research questions are: How do two children with visual impairment experience their school environment and transition from preschool to primary school? How do they experience continuity?
  The research was conducted in the spring 2020. There were two participants, a six year old girl attending primary school and a five year old boy in preschool. Qualitative methods like semi-structured interviews, observation and informal interviews, were used to better understand how the children experience transition from preschool to primary school.
  The findings show that the children experience the transition in similar way as other research findings on this topic. The children‘s main interest was to play while they viewed formalised teaching as hard or boring. Both children described situations where accessibility or knowledge of their environment affected their experience in school. Social relationships like friendships with peers from preschool, older siblings or friends were important to them and seemed to increase their feeling of security and interest in transitioning to school. The findings suggest that children experience discontinuity in their transition between school levels in regard to teaching methods. When they leave preschool and start their journey into primary school the children seem to experience a separation between playing and learning.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn Arnar Benjamínsson.pdf731.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kristinn_Yfirlýsing.pdf1.23 MBLokaðurYfirlýsingPDF