is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36785

Titill: 
  • Áföll og spjörun barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkt og fullorðna fólkið geta börn staðið frammi fyrir erfiðum áskorunum í lífinu. Markmið þessa verkefnis er að vekja athygli á hvernig börn takast mismunandi á við þessar áskoranir. Börn beita mismunandi hugsun og hegðun sér til stuðnings við áföll og erfiðar aðsæður og notað er hugtakið spjörun yfir þessar leiðir. Spjörun barna fer eftir persónueinkennum barnsins, umhverfi þess og aðstæðum áfallsins. Jafnframt er markmiðið að varpa ljósi á hvernig spjörun getur verið frábrugðin eftir því hverrar tegundar áfallið er með áherslu á ofbeldi gegn börnum og náttúruhamfarir. Verkefnið er rannsóknarritgerð sem byggir aðallega á erlendum heimildum en einnig innlendum. Í ljós kom að spjörun er mismunandi eftir áfalli, börn sem búa við heimilisofbeldi efla eigin seiglu með því að forðast eigin raunveruleika, þau búa jafnvel til nýjan heim sem þau yfirfæra á raunveruleikann en þegar kemur að náttúruhamförum er best fyrir barnið að horfast í augu við vandann og vinna úr honum meðal annars með því að halda daglegum venjum. Þær leiðir sem börn fara til að takast á við mismunandi áföll fara eftir persónueinkennum barnsins, umhverfi þess og aðstæðum áfallsins. Íslensku efni um seiglu og spjörun er ábótavant og er þessi rannsóknarritgerð framlag mitt til þessa sviðs.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_KristínHelga_pdf.pdf975.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KristínHelga_14.05.20.pdf28.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF