is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36786

Titill: 
  • Samtal þar sem ríkir traust og trúnaður : fagleg leiðsögn til starfsþróunar
  • Titill er á ensku Conversations with trust and confidentiality : mentoring leads to Professional Development
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að greina hverskonar fagleg leiðsögn og ráðgjöf styður við starfsþróun í þverfaglegu lærdómssamfélagi. Leiðarljósið er að hlusta eftir hugmyndafræðilegri sýn í orðræðu, rýna í form leiðsagnar og greina hvaða áhrif hún hefur til starfsþróunar. Sjónarhornið snýr að því að leita svara við þeirri tregðu sem einkennt hefur þróun þverfaglegs samstarfs og skoða þátt verklags í faglegri leiðsögn hvað það varðar. Rannsóknin var unnin á skólaárinu 2019 – 2020. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem byggir á opnum viðtölum við fjórtán meðrannsakendur sem starfa í tveimur grunnskólum á höfuborgarsvæðinu og einum á Suðurlandi. Meðrannsakendur eru hópur grunnskólakennara, sérkennara, þroskaþjálfa og stjórnenda með víðtæka reynslu úr skólastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa sterklega til kynna að dýrmætasta verkfærið í faglegri leiðsögn til starfsþróunar sé samtalið á milli fagfólks, samtal þar sem ríkir traust og trúnaður til að ræða á dýptina um fagleg álitamál með víðsýni og opnum huga, formlegt samtal sem styður við mótun sameiginlegrar sýnar í skólasamfélaginu. Greina má í orðræðu faghópa opnara viðhorf gagnvart faglegri leiðsögn til starfsþróunar sem tengja má við félagslega sýn í skólaþróun en um leið þversagnir í starfsháttum sem birtast í verklagi læknisfræðilegrar flokkunar. Vísbendingar eru hinsvegar um að aðgengi að formlegu ígrundunarsamtali til fagmennsku sé ólíkt á milli faghópa skólasamfélagsins. Þróun á starfsháttum sem skapa vettvang fyrir ígrundandi samræðu virðist ekki ná til allra faghópa sem viðheldur hefðbundnu verklagi flokkunar og dregur þar með úr tækifærum til þverfaglegrar þekkingarsköpunar. Álykta má út frá niðurstöðunum að þörf sé á að móta með skýrari hætti samræðumenningu í starfsháttum og verklagi til að tryggja aðkomu allra fagstétta og stuðla að þverfaglegu lærdómssamfélagi í skóla fyrir alla.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the research is to analyse what kind of professional mentoring and consulting supports professional development in interdisciplinary learning communities. The vision is to listen for the rhetoric view in discourse, looking into the form of mentoring and analyse what effects it has on professional development. The point of view is how to search for answers to the reluctancy which has characterized the development of interdisciplinary work and how to perceive the impact of construct on professional mentoring. The research was conducted the school year of 2019 – 2020. This is a qualitative research which was done by interviewing fourteen co-researchers who work in two schools in Reykjavik and then another school on the South Coast of Iceland. These co-researchers are teachers, special education teachers, social educators and directors with wide experience from the school systems. The conclusion of the research provides clear signs of how valuable the constant conversation between different professions are to professional mentoring. Conversations conducted with integrity, trust and honesty will broaden the possibilities for finding the most feasible solution in difficult professional cases with an open mind. Formal and professional conversations that will support shared vision in the learning community. In the discourse of the school community, there exists the paradox of a more open minded view to professional mentoring which can be connected to the social vision of school development while practising the methods of the medical model of disability. On the other hand, there is evidence that the access to formal reflection on professionalism is inconsistent when it comes to the different professions within the school community. Professional developement that makes room for reflecting conversations does not seem to reach every profession and therefore maintaining the traditional classification which in turn reduces the opportunities for the multidisciplinary creation of knowledge. In conclusion, the results suggest that there is a need to create a comperhensive methods to ensure the participition of all professions in the diaglogue regarding procedures and practise in order to promote a multidisciplinary learning community within schools for everybody.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._verkefni_kbj10@hi.is_2020.pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis_kbj10@hi.is_.pdf323.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF