is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36789

Titill: 
 • Að styrkja tengsl milli foreldra og kennara á yngsta stigi grunnskóla með hliðsjón af starfsaðferðum úr leikskóla
 • Titill er á ensku To strengthen the relationship between parents and teachers at the youngest level of elementary school with respect to work methods in kindergarten
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að þróa og bæta starf mitt sem kennari á yngsta stigi grunnskóla, með áherslu á foreldrasamstarf. Byggt var á líkani Epstein Samstarf skóla, fjölskyldu og samfélags og ramma sama höfundar um foreldrasamstarf en hann snýst um sex þætti til að efla þátttöku foreldra í skólastarfi. Í rannsókninni var einkum unnið með tvo þætti úr rammanum; samskipti og þátttöku/sjálfboðastarf. Jafnframt byggði ég á reynslu minni sem kennari í leikskóla.
  Verkefnið var starfendarannsókn og var hún unnin frá janúar 2019 fram í maí 2020 með foreldrum 43 nemenda í 1. bekk og tveimur samkennurum. Gagna var aflað með viðtölum við rýnihópa, skráningu í rannsóknardagbók, hljóðrænum upptökum úr rýnihópaviðtölum, samvinnu við rannsóknarvin og samræðum við samstarfskennara. Rýnihópaviðtölin voru við tvo hópa foreldra, þrisvar sinnum við hvorn hóp. Í upphafi rannsóknar voru tekin rýnihópaviðtöl við báða hópa, aftur um miðbikið, og þau síðustu við lok rannsóknar. Á milli viðtalanna vann ég að óskum og væntingum þeirra foreldra sem voru í rýnihópunum. Í síðustu viðtölunum mátu foreldrar hvernig samskiptin hefðu þróast þennan vetur.
  Niðurstöður úr fyrstu rýnihópaviðtölum leiddu í ljós að foreldrar telja afar mikilvægt að upplýsingaflæði sé mikið og gott, að það sé gagnkvæm virðing milli heimilis og skóla og að börnunum líði vel. Í ljósi þessara niðurstaðna leitaði ég leiða til þess að styrkja tengsl mín við foreldra og stuðla að jákvæðum og bættum tengslum milli skóla og heimila með fjölbreyttum aðferðum. Nefna má ljósmyndir af nemendum í leik og starfi, gullkorn sem börnin sögðu voru send heim, einnig kveðjur á myndbandsformi og foreldrum var boðið í heimsóknir í skólastofuna. Niðurstöður úr síðustu rýnihópaviðtölunum sýna að þær fjölbreyttu aðferðir sem ég prófaði leiddu af sér meiri og jákvæðari tengsl milli skóla og heimilis en áður var. Því meira sem ég styrkti tengsl mín við foreldra, því öruggari varð ég. Foreldrar í rýnihópi nefndu einnig að því meiri tengsl sem þeir hefðu við kennarann því öruggari voru þeir í samskiptum við skólann. Rannsóknardagbókin mín styður við þessar niðurstöður og sýnir einnig að þetta var krefjandi.
  Starfendarannsóknin gerði það að verkum að ég ígrundaði starf mitt mikið og hefur það haft mikil áhrif á starfskenningu mína sem verðandi grunnskólakennari. Það er von mín að niðurstöður geti nýst fleiri kennurum í að efla jákvæð tengsl milli heimila og skóla. Enn fremur að rannsóknin verði hvatning fyrir aðra kennara að prófa verkefnin sem tókust vel að mínu mati og að mati viðmælenda minna í foreldrahópnum.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this study was to develop and improve my work as a teacher of students at the youngest level of elementary school, focusing on parent cooperation. It was based on the Epstein model with school, family, and community partnerships, and the same author's framework for parenting. The model revolves around six factors designed to enhance parental involvement in school activities. For the study, I mainly worked with two aspects of the framework, communication and participation / volunteering. At the same time, I relied on my experience as a kindergarten teacher.
  This project was an example of action research and was conducted from January 2019 to May 2020, with the parents of 43 students in 1st grade and two partner teachers. Data was collected, through interviews with focus groups, via registration in a research journal, through audio recordings from focus group interviews, in collaboration with a research friend and in discussions with collaborating teachers. The focus group interviews involved two groups of parents and were conducted three times with each group. At the beginning of the study, focus group interviews were conducted with both groups and were again held around the middle and at the end of the study. In between the interviews, I worked on fulfilling the wishes and expectations of the parents who were in the focus groups. In the last interviews, parents discussed how the relationship had developed this winter.
  The results of the first focus group interview revealed that parents consider a lot of information flow to be extremely important, as well as mutual respect between home and school and that the children feel comfortable. In light of these results and the research of other scholars, I sought ways to strengthen my relationship with parents and to promote a positive and improved relationship between school and home through a variety of approaches. Some tangible contacts included these: photographs of students at play and at work, quotes hat the children said were sent home along with greetings in video form, and parents were invited to visit the classroom. The results of the previous focus group interviews show that the varied methods I tested led to more positive relationships between school and home than before. The more I strengthened my relationship with the parents, the more secure I became. The parents in the focus group also mentioned that the more contact they had with the teacher, the more secure they were in communicating with the school. My research journal supports these findings, and also shows that this was challenging.
  This action research project made me think a lot about my job and has had a major impact on my teaching methods as a prospective elementary teacher. It is my hope that the results will benefit more teachers in promoting a positive relationship between home and school. Furthermore, I hope that the study will encourage other teachers to test the projects that were successful in my opinion and in the opinion of my interviewees in the parent group.

Samþykkt: 
 • 1.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Sigurðardóttir..pdf870.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Kristín Sigurðardóttir..jpg549.86 kBLokaðurYfirlýsingJPG