is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36791

Titill: 
 • Áskoranir í starfi leikskólastjóra : dagarnir eru aldrei eins en alltaf uppfullir af einhverju!
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar voru áskoranir í störfum leikskólastjóra. Lagt var upp með að kanna hvað leikskólastjórar upplifa sem áskoranir í starfi. Til hliðsjónar var haft hvort leikskólastjórar upplifi mismunandi áskoranir eftir því í hversu fjölmennum skólum þeir starfa. Í þessari rannsókn var miðað við að stórir leikskólar væru þeir sem hafa fleiri en 100 börn og minni leikskólar séu með 100 börn eða færri. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun leikskólastjóra af starfi sínu og hvað þeir telja vera helstu áskoranir sem þeir mæta í starfi. Auk þess var ákveðið að skoða hvort munur væri á því eftir stærð leikskólans hvað leikskólastjórar upplifa sem áskoranir. Auk þessa var markmiðið að fá fram tillögur leikskólastjóra um hvað þurfi til að laða fólk til starfa í leikskólum. Rannsóknarspurningin, sem rannsakandi lagði upp með, var eftirfarandi: Hverjar eru helstu áskoranir í starfi leikskólastjóra? Undirspurningar, sem hafðar voru að leiðarljósi, voru: Hvernig birtist mismunandi upplifun leikskólastjóra eftir stærð leikskóla? Hvað telja leikskólastjórar að laði fólk til starfa í leikskólum?
  Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl voru tekin við átta leikskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir þátttakendur stýrðu minni leikskóla samkvæmt skilgreiningunni, sem notuð var, og fjórir þátttakendur stýrðu stærri leikskóla samkvæmt sömu skilgreiningu. Helstu niðurstöður voru þær að leikskólastjórar upplifa mestar áskoranir tengdar eftirfarandi þáttum; starfsmannahaldi, hlutverki, álagi og skrifræði og starfsumhverfi leikskóla. Þessar áskoranir birtast meðal annars í misstórum starfsmannahópum. Svo dæmi séu tekin upplifa leikskólastjórar að mikil nánd geti verið áskorun í minni starfsmannahópum og erfiðara sé að manna stöður í fámennari hópi starfsmanna ef starfsfólk forfallast. Leikskólastjórar í stærri leikskólunum upplifa meiri fjarlægð í starfsmannahópnum en aftur á móti sé auðveldara að manna stöður í fjarveru annars starfsfólks. Leikskólastjórar upplifa áskoranir vegna álags sem tengist auknu skrifræði og meiri kröfum af hálfu yfirvalda um sýnileika árangurs í starfi. Þá tengjast áskoranir einnig álagi vegna ábyrgðar leikskólastjóra og hlutverks þeirra. Áskoranir tengdar starfsumhverfinu felast einkum í skorti á fagfólki við störf í leikskólum og ófullnægjandi aðbúnaði, svo sem rými fyrir börn og starfsfólk.

 • Útdráttur er á ensku

  Challenges faced by preschool directors are the subject of this research study. The initial focal point involved identifying specific issues preschool directors consider as challenges in their daily work. The size of participating preschools was also taken into consideration as a possible factor of varying challenges described by preschool managers. For the purpose of this study, large preschools were defined as those having 100 pupils or more while the preschools serving under 100 pupils were described as small. The objective of the study was twofold: analyzing the experience of preschool directors in the workplace and determining key challenges they face in their profession. For the sake of comparison, differences between participants’ experience were explored in specific relation to their respective preschool size. Another important element of the study involved eliciting suggestions from participants for attracting new employees to preschools. The research question was as follows: What are preschool directors’ main challenges? Other supporting questions were: In what manner does preschool directors’ experience emerge when preschool size is taken into account? What factors do preschool managers regard as effective in attracting employees to their preschools?
  Eight preschool directors in the capital area were interviewed, utilizing a qualitative research method. According to the aforementioned definition of size, four participants managed small preschools and four managed large preschools respectively. The main conclusions are that preschool directors feel their greatest challenges concern three elements. These are related to the administration of personnel, the role, stress and bureaucracy and working environment of preschools. However, different challenges emerge in the different size of staff groups. In smaller groups of employees, intimacy can prove problematic and finding substitutes for absent workers is difficult, for example. While directors of larger preschools experience a distance from employees, arranging for substitutes in the case of staff absence is easier. Preschool directors endure stress factors related to increased bureaucracy and demands by the authorities of demonstrated efforts within the school. Director responsibility and duties are also among aspects of the job that have proven to be stressful. As for the working environment, the challenges mostly involve the lack of skilled personnel at preschools and unsatisfactory working conditions, such as lack of space for pupils and staff.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis_skemman_Linda Rún Traustadóttir.pdf296.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed. ritgerð_Linda Rún Traustadóttir_lokaútkoma.pdf741.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna