Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36792
Hraðinn í samfélaginu er mikill og til að ná að sinna sinna launavinnu og fjölskyldulífi eru margir foreldrar í kappi við tímann. Álag sem fylgir tímapressu, slæmri geðheilsu fjölskyldumeðlima, skilnaði foreldra og fjárhagserfiðleikum getur reynst börnum erfitt og haft áhrif á getu foreldranna til uppeldis og þar af leiðandi á geðtengslamyndun barna. Viðfangsefni þessarar rannsóknarritgerðar er að skoða það álag sem getur verið innan fjölskyldu- og skólaumhverfis barna á grunnskólaaldri. Beint er sjónum að skrifum og rannsóknum íslenskra og erlendra fræðimanna um þetta málefni. Leitast er við að svara spurningunni: Hvaða áhrif hafa álag og hraði í samfélaginu á tilfinningalíf barna á grunnskólaaldri? Niðurstöður gefa til kynna að álag og hraði í umhverfi barna geti haft áhrif á þann hátt að börn í þeim aðstæðum eru til að mynda líklegri en önnur til að þróa með sér streitu, þunglyndi og kvíða. Fram kemur að stytting vinnutíma sé einn þeirra þátta sem geti dregið úr álagi á börn. Til að bæta vellíðan barna í skóla þarf að huga að líðan kennara enda er fylgni á milli líðanar kennara í starfi og líðanar nemenda. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi barna hafi góðan stuðning og aðstæður til að rækja hlutverk sitt sem best.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Lokaskil.pdf | 582,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing_LKK.pdf | 132,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |