Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36793
Námsaðferðir samtímans eiga að hvetja þátttakendur til virkni, sjálfsvitundar, frumkvæði í verki og skapandi hugsunar. Útinámi er lýst sem námsaðferð og nálgun með áherslu á nám undir berum himni þar sem öll skynfæri eru virkjuð með þátttöku í beinum upplifunum og reynslu. Ævintýranám er náskylt útinámi en byggir á annarri nálgun en útinám. Báðar námsaðferðir hafa jákvæð áhrif á nemendur. Þessi áhrif eru m.a. persónu- og félagslegur þroski, félagsfærni, virkni, námsframmistaða og leiðtogahæfni. Þetta lokaverkefni er greinargerð með kynningarvef sem nýtist leiðbeinendum sem vilja dýpka þekkingu sína á sviði úti- og ævintýranáms. Á kynningarvefnum er bæði að finna fræðilegan rökstuðning fyrir því af hverju leiðbeinendur ættu að vinna með úti- og ævintýranám með nemendum ásamt verkefnum sem byggja á námsaðferðunum. Þar geta leiðbeinendur geta á kynningarvefnum náð í verkefni til að leggja fyrir nemendur eða fengið innblástur frá öðrum til að hanna sín eigin verkefni. Greinargerðin og kynningarvefurinn byggja á rannsóknum um úti- og ævintýranám ásamt gagnrýni fræðimanna á námsaðferðum samtímans og markmiðum frístundaleiðbeinenda í starfi með börnum og unglingum.
Lykilorð: Reynslumiðað nám, útinám, ævintýranám, ævintýralegt nám, börn, unglingar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, leiðbeinendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Úti- og Ævintýranám í frístundastarfi. Greinargerð með kynningarvef fyrir leiðbeinendur.pdf | 787.81 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Magnús Björgvin Sigurðsson 2020 yfirlýsing.pdf | 172.59 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Kynningarvefur fyrir leiðbeinendur.pdf | 7.62 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |