is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36794

Titill: 
 • Gildi söguaðferðarinnar í vinnu með nemendum á yngsta stigi grunnskóla : ávinningur og áskoranir
 • Titill er á ensku The storyline method in the primary classroom : strengths and shortcomings
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nær ómögulegt virðist stundum að uppfylla þær skyldur kennara að koma til móts við fjölbreytta flóru nemenda, kenna þeim á áhrifaríkan hátt og stuðla jafnframt að námsánægju þeirra. Þegar nýir kennarar standa frammi fyrir þessari miklu áskorun er hætta á að þeir falli í fastar skorður í kennslu frekar en að nýta skapandi kennsluhætti sem höfða til nemenda. Til að kenna nemendum þannig að þeir hafi gagn og gaman af skal beina athyglinni að þeim sjálfum og virkja þá í náminu. Söguaðferðin setur nemendur í fyrsta sæti og byggir á hugmyndum þeirra og reynslu. Hún er samansett úr ýmsum kennsluaðferðum sem fá nemendur til að vinna saman á skapandi hátt. Vinnan er heildstæð og er verkefnið sett í áþreifanlegt samhengi þannig að það skipti nemendur máli. Í þessari rannsókn kanna ég ávinning og áskoranir þess að vinna með söguaðferðina með því að nota hana í eigin kennslu á mínu síðasta ári í kennaranáminu. Ég geri þetta í von um að rannsóknin reynist kennurum og kennaranemum hvati til þess að hrista upp í kennsluháttum og nýta söguaðferðina til að tryggja árangursríka kennslu. Um er að ræða starfendarannsókn og þess vegna skoðaði ég sjálfa mig og þróun mína sem kennara til viðbótar við ferli innan skólastofunnar og árangur nemenda. Ég notaði dagbók til að skrá það sem átti sér stað í hverri kennslustund og ígrunda hvernig til tókst. Einnig tók ég myndir af vinnu nemenda. Vinnan reyndist mér mikið lærdómsferli og kom margt í ljós. Áhugi og vinnusemi nemenda skein reglulega í gegn, sérstaklega í sambandi við skapandi verkefni. Verkleg vinna varð einnig til þess að nemendur sem eiga erfitt með hefðbundið nám unnu af ákafa. Ekki fór þó allt að óskum og reyndist mér erfitt að stuðla að samvinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum. Stuðningur samkennara og námsgleði nemenda urðu hins vegar til þess að ég taldi kennsluna árangursríka og get með heilum hug mælt með söguaðferðinni, fyrir nýja kennara jafnt sem reyndari.

 • Útdráttur er á ensku

  Modern day teachers are under a lot of pressure to provide quality education for all students. When faced with this overwhelming task, teachers tend to get stuck in a rut with their teaching and shy away from creative teaching methods better suited to the students. In order to motivate them and promote joy in learning, teachers must look to student-centered methods that take their interests and experiences into account. Storyline is one such method. It combines various teaching techniques that get students working together in a creative way. Subjects are integrated and the learning is put into context, making it more meaningful to students. In this action-research I explore the strengths of teaching with the Storyline method as well as possible shortcomings. I do this by using the method myself in my vocational studies. Hopefully it will prove useful to other teachers, especially novices, and inspire them to use the Storyline Method in their teaching. I recorded my data in a diary, focusing on the processes within the classroom, the students‘ work and my own learning process. I also took photographs of final products. The research was very educational for me
  and I encountered both benefits and difficulties in my teaching. I found the students were very interested and involved, especially when given the opportunity to work creatively in a hands-on way. In these instances, students who often have difficulties with school work, thrived. I did have some trouble providing opportunities for co operative learning and getting students to work independently but the support of my coworkers and the students‘ apparent joy led me to sincerely enjoy this experience. I can wholeheartedly recommend the
  Storyline Method in teaching, for novices and experts alike.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Ármannsdóttir- Lokaverkefni til M.Ed.prófs .pdf2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.pdf637.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF