Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36799
Málþroski er ferli þar sem barn lærir að nota og skilja mál. Að ná góðum tökum á málþroska er mikilvægt þegar kemur að félagslegum samskiptum. Sum börn eru með frávik í málþroska og ná því oft og tíðum ekki góðum tökum á málþroska. Þá hafa þau einhverskonar málþroskaröskun. Málþroskaraskanir geta verið mismunandi en oftast er talað um sértækar og almennar málþroskaraskanir. Börn með sértækar málþroskaraskanir eru einungis með frávik í málþroska en ekki öðrum almennum þroska, ólíkt því sem gildir um almennar málþroskaraskanir. Í þessari fræðilegu heimildaritgerð verður fjallað um málþroskaraskanir barna og hvaða áhrif þær geta haft á félagsfærni þeirra. Niðurstöður gefa til kynna að börn með málþroskaraskanir geti átt í erfiðleikum með félagslegar aðstæður eins og að eiga í samskiptum, að mynda tengsl við jafnaldra og viðhalda slíkum tengslum. Þá hefur einnig komið fram að þau geta upplifað einmanaleika og útskúfun. Mikilvægt er að foreldrar og fagaðilar átti sig á þeim afleiðingum sem málþroskaraskanir geta haft á félagsfærni barna svo hægt sé að grípa inn í og veita þeim hjálp til að öðlast sömu tækifæri og jafnaldrar með eðlilegan málþroska til að eignast vini og eiga í félagslegum samskiptum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif málþroskaraskana á félagsfærni barna.pdf | 360.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 323.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |