is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/368

Titill: 
  • Áhrif spænskukennslu með snertingu og skilningi á birtingu íslenskra og spænskra innyrðinga hjá fimm ára leikskólabörnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skinner (1957) setti fram virknikenningu um tungumál, eða yrta hegðun, þar sem hann lýsti meðal annars, yrtum svarflokkum sem hann nefndi snertingu (tact) og innanyrðingu (intraverbal). Fyrri rannsóknir á kennslu flokkunarfærni benda til þess að börn á leikskólaaldri sem læra ákveðin orð sem snertingar, eða fá kennslu í skilningi (comprehension) orða, tileinki sér ekki auðveldlega sömu orð sem innnayrðingar án þess að þær séu kenndar sérstaklega. Rannsóknin sem hér er greint frá samanstóð af tveimur einstaklingstilraunum sem höfðu það að markmiði að athuga hvort sams konar niðurstöður fengjust þegar viðfangsefni kennslu var orðaforði í erlendu tungumáli. Rannsókninni var ætlað að kanna hvort hægt væri að kenna fimm ára börnum spænsk heiti dýra og ávaxta með snertingu og skilningi og ætla að innanyrðingar lærðust af sjálfu sér. Hverjum þátttakanda voru kennd 12 spænsk orð, sex dýraheiti og sex heiti ávaxta, og var margfalt grunnlínusnið yfir tvo flokka orða (dýr og ávexti) notað til að meta áhrif kennslunnar á birtingu spænskra og íslenskra innanyrðinga. Í tilraun 1, voru þátttakendur tvö börn sem kennt var með snertingu og urðu niðurstöður þeirrar tilraunar þær að kennsla í snertingu skilaði sér í birtingu innanyrðinga. Í tilraun 2, fengu tvær stúlkur kennslu í skilningi og voru niðurstöður ólíkar niðurstöðum fyrri tilraunar, þar sem íslenskar innanyrðingar birtust hjá báðum stúlkunum en spænskar innanyrðingar einungis hjá annarri. Rannsóknin bendir til þess að börn sem læri erlend orð sem snertingar, eða fá kennslu í skilningi erlendra orða, tileinki sér innanyrðingar án þess að þær séu kenndar sérstaklega.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
spaenskukenn-e.pdf189.47 kBLokaðurÁhrif spænskukennslu með snertingu og skilningi á birtingu íslenskra og spænskra innyrðinga hjá fimm ára leikskólabörnum - efnisyfirlitPDF
spaenskukenn.pdf427.78 kBTakmarkaðurÁhrif spænskukennslu með snertingu og skilningi á birtingu íslenskra og spænskra innyrðinga hjá fimm ára leikskólabörnum - heildPDF
spaenskukenn-u.pdf116.85 kBOpinnÁhrif spænskukennslu með snertingu og skilningi á birtingu íslenskra og spænskra innyrðinga hjá fimm ára leikskólabörnum - útdrátturPDFSkoða/Opna
spaenskukenn-h.pdf123.71 kBOpinnÁhrif spænskukennslu með snertingu og skilningi á birtingu íslenskra og spænskra innyrðinga hjá fimm ára leikskólabörnum - heimildaskráPDFSkoða/Opna