is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3680

Titill: 
  • Bókaval almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu á skáldverkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsókarinnar var að rannsaka sýn bókasafns- og upplýsingafræðinga á bókvalsstefnu almenningsbókasafnanna á höfuðborgarsvæðinu á skáldverkum og hvernig hún hefur þróast til dagsins í dag. Rannsóknargagna var aflað með eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru sex djúpviðtöl við sjö bókasafns- og upplýsingafræðinga sem unnu við bókaval á skáldverkum á almenningsbókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að bókaval almenningsbókasafnanna ræðst aðallega af eftirspurn og vinsældum þó að einnig sé lögð áhersla á að eiga það sem starfsmennirnir telja vera góðar bækur, klassískar bækur og heimsbókmenntir. Í bókavalsstefnunni er lögð áhersla að lánþegar hafi aðgang að fjölbreytilegum safnkosti og ef þörf er á að hagræða í innkaupum leitast bókasöfnin við að láta það ekki hafa áhrif þar á. Bókavalsstefnan er ekki niðurnjörvuð heldur stjórnast hún að miklu leyti af reynslu og tilfinningum þeirra sem velja inn skáldverkin á söfnin. Bókavalsstefna almenningsbókasafnanna á skáldverkum hefur þróast í þá átt að í dag virðist vera minna um ritskoðunartilburði þó enn megi greina dæmi um slíkt, meira er keypt inn af kiljum en innbundnum bókum og bókavalið er fjölbreyttara en það var áður.

Samþykkt: 
  • 24.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_Ingibjorg_Osp_Ottarsdottir_fixed.pdf718.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna