Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36800
Ritgerðin samanstendur af námsefni fyrir grunnskólann í útikennslu og sjálfbærni og greinargerð er tengist því. Fyrri hlutinn er fræðileg greinargerð þar sem spurningum er svarað með því að rýna til gagns ýmsar fræðigreinar, rannsóknir og bækur. Í greinargerðinni er leitast við að svara því hvað sé útikennsla og sjálfbærni, hvernig sé hægt að nýta nærumhverfið til að efla sjálfbærnivitund nemenda í gegnum í verkefnavinnu í hönnun og smíði og fjallað um hvaða námskenningar styðja við slíkt nám. Síðari hluti ritgerðarinnar inniheldur fjölbreytt verkefni fyrir hönnunar- og smíðakennara. Lögð er áhersla á að nemendur læri á umhverfið í kringum sig og hvernig hægt sé að nýta það í leik og starfi. Enn fremur er áhersla lögð á að nemendur læri hvað náttúran hefur upp á að bjóða og hvernig eigi að umgangast hana. Þannig eiga verkefnin að stuðla að því að nemendur verði meðvitaðir um sjálfbærni og temji sér sjálfbæra hugsun. Þegar horft er til baka er mikilvægt fyrir kennara að hafa ávallt í huga það markmið með útikennslu að nemendur upplifi umhverfið og náttúruna á nýjan hátt, að þeir upplifi skólastarfið á nýjum forsendum þar sem bókleg kennsla er ekki endilega í forgangi heldur að þeir læri að þjálfa og nýta skynfæri sín í verklegri vinnu og námið verður áþreifanlegra. Sömuleiðis má efla hjá nemendum skilning á því hvernig samfélagið hefur þróast í gegnum tíðina og þannig fá nemendur meiri innsýn inn í lifnaðarhætti fólks áður fyrr.
The essay consists of study material for the elementary school in outdoor teaching and sustainability and an academic report on that matter. The first part is an academic report in which questions are answered by reviewing various academic articles, researches and books chapters. The report seeks to answer what outdoor teaching and sustainability is and how to utilize the local environment to enhance student sustainability through project work in design and construction and discusses which learning theories support such learning. The second part of the essay contains diverse projects for design and construction teachers. Emphasis is placed on students learning about their environment and how it can be used in games and work. Furthermore, the emphasis is on students learning what nature has to offer and how to live with nature. The projects should, in this way, help students become aware of sustainability and to help them develop sustainable thinking. It‘s important for teachers to always keep in mind the goals of outdoor teaching, that the students experience the environment and nature in a new way and that they experience school work on new grounds as learning by the book is not necessarily a priority, but that they learn to train and utilize their senses in practical work and in that way their learning becomes more tangible. In this same context students can gain an understanding of how society has evolved over time, giving students greater insight into previous generations way of life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni-yfirlysing.pdf | 60.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Skógartengd útikennsla með áherslu á sjálfbærni í hönnun og smíði.pdf | 2.64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |