is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36803

Titill: 
  • Frá heild til eindar og aftur til heildar : fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu yngri barna, við deild kennslu- og menntunarfræði. Þetta verkefni fjallar um fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir. Fjallað er um kennsluaðferðina Byrjendalæsi og málörvunarefnið Lubbi finnur málbein. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hverjar eru niðurstöður rannsókna á Byrjendalæsi og hver er sérstaða málörvunarefnisins Lubbi finnur málbein? Í fyrri hluta verkefnisins verður fjallað um þróun lesturs og hvaða forsendur þurfa vera til staðar til þess að eiginlegt lestrarnám geti hafist. Farið verður í hugtökin umskráning, hljóðkerfisvitund og orðaforða. Í seinni hluta verkefnisins verður fjallað um málörvunarefnið Lubbi finnur málbein, sérstöðu þess og rannsóknina á bak við verkefnið. Einnig verður fjallað ítarlega um rannsóknina á bak við kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Greint verður frá hvernig kennslu Byrjendalæsis er háttað og farið yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed ritgerð Ólafía Ingvarsdóttir..pdf554.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
doc02993020200624141504.pdf275.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF