is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36805

Titill: 
 • Orðræður um kynjajafnrétti í menntun og skólastarfi
 • Titill er á ensku Gender equality discourses in education
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er kynjajafnrétti og menntun. Í verkefninu eru orðræður um kynjajafnrétti í menntun dregnar fram og sjónum beint að því hvernig þær birtast í þeim gögnum sem liggja greiningu til grundvallar. Í fyrsta lagi er hin opinbera orðræða skoðuð eins og hún birtist í opinberum gögnum á borð við grunnskólalög (Lög um grunnskóla nr. 91/2008) og Aðalnámskrá grunnskóla (2013). Í öðru lagi er orðræða meðal fagstéttarinnar skoðuð þar sem sjónum er beint að umfjöllun um kynjajafnrétti í menntun í veftímaritinu Skólavörðunni. Í þriðja lagi er orðræða innan fræðanna skoðuð með því að beina athygli að skrifum fræðimanna um kynjajafnrétti í menntun. Með því að skoða þrenns konar orðræður um kynjajafnrétti í menntun má sjá hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt, hvað er talað um og hvað ekki, þagnir og ólíkar skilgreiningar á kynjajafnrétti og mikilvægi þess fyrir menntun. Athugað verður hvernig þessar þrjár orðræður vísa í hver aðra og tengjast þegar kemur að umræðu um kynjajafnrétti í skólastarfi.
  Til að útskýra og greina birtingarmyndir orðræðu um kynjajafnrétti verður notast við hugmyndir Nancy Fraser um réttlæti. Þau hugtök sem hún hefur sett fram um þrjár víddir réttlætis eru notuð sem rammi utan um greiningu á gögnunum sem lögð eru til grundvallar. Orðræða á þremur vettvöngum um kynjajafnrétti í menntun og skólastarfi er greind eftir því hvort um sé að ræða jafna dreifingu gæða (redistribution), viðurkenningu (recognition) eða sýnileika (representation). Til að aðgerðir geti verið umbreytandi og stuðlað að réttlátu samfélagi fyrir alla verður að taka mið af öllum þremur víddum réttlætis.
  Niðurstöður sýna að í orðræðum um kynjajafnrétti í menntun og skólastarfi er jafnrétti gjarnan skilgreint á víðan hátt þar sem kynjajafnrétti er einn þáttur af mörgum. Innan orðræðanna kemur jafnframt fram áhersla á mikilvægi jafnréttisfræðslu í samræmi við nokkuð framsækna stefnu stjórnvalda. Hin fræðilega orðræða virðist einkum draga fram hvað þarf að laga og í raun umbreyta til þess að mögulegt sé að stuðla að kynjajafnrétti bæði innan skólans og utan. Sérstök áhersla er lögð á að kynja- og jafnréttisfræðslu þurfi að festa í sessi í kennaranámi enda sé það forsenda þess að fræðsla um kynjajafnrétti komist inn í menntun og skólastarf. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðnar vísbendingar um gjá á milli fræðilegra rannsókna á sviðinu, opinberrar stefnumótunar og orðræðu meðal fagstéttar þar sem afturhaldssöm viðhorf og takmörkuð þekking eru til staðar.

 • Útdráttur er á ensku

  The focus of this thesis is on gender equality discourses in education. The main objective of this thesis is to examine and describe how discourses about gender equality in education appear in three fields. Firstly the focus is on the discourse about gender equality as it appears in education policy, including legislation (Lög um grunnskóla nr. 91/2008) and the national curriculum (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013). Secondly the focus is on gender equality discourse within the teaching profession as it appears in the web publication Skólavarðan. Lastly the focus is on gender equality discourse as it appears within the academic field of gender studies and education. By examining discourses within these three fields it becomes possible to bring to light similarities and differences between them, what is talked about, where there are silences and different meanings of the concept of gender equality and the importance of gender equality for education.
  The frame for the analysis of discourses within three different fields draws on the work of Nancy Fraser and her view of a three-dimensional social justice. Gender equality discourses in education are put into catagories as either distributive, recognitive or representive. For gender equality discourse to be transformative it needs to incorporate the three dimensions of equality simultaneously.
  The main findings of this thesis are that within gender equality discourses in education the meaning of equality is often stretched in a way that gender equality is one of many equalities. Within the discourses there is also an emphasis on the importance of gender equality education in accordance with a relatively progressive education policy. The academic discourse seems to put emphasis on the oppurtunities for change within the policy discourse and can therefore be said to be transformative. The findings of this thesis imply that there is a gap between a progressive academic discourse, education policy and the professional discourse where conservative views and limited knowledge seem to be apparent.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olof Jonasdottir - lokaverkefni M.Ed..pdf641.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing - Olof Jonasdottir.pdf666.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF