is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36806

Titill: 
  • Reynsla og viðhorf 12-13 ára nemenda til skapandi vinnu með spjaldtölvur
  • Titill er á ensku Experience and attitudes of 12-13 year old students towards creative work with tablets
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi beindist að reynslu og viðhorfi 12-13 ára nemenda til skapandi vinnu á spjaldtölvur. Fjallað er um spjaldtölvur og snjalltæki í tónmenntakennslu og teknar saman rannsóknir og skrif fræðimanna um nýja kennsluhætti í tónmennt.
    Í ritgerðinni er fjallað um reynslu af notkun spjaldtölva fyrst og fremst frá sjónarhóli nemenda, en einnig kennarans. Fjallað er um hvernig hægt er að nýta spjaldtölvur í tónmenntakennslu, en ekki síður um það hvernig hún hjálpar nemendum að öðlast frelsi til að skapa á eigin forsendum og hraða. Tónlistarforritið Garageband var notað í því markmiði að kanna hvernig nemendum gengi að nota forritið til að skapa sitt eigið tónverk eftir ákveðnum leiðum.
    Forrit eins og Garageband er einfalt í notkun og gerir það að verkum að nemendur geta auðveldlega lært á það með því að prófa sig áfram. Í rannsókninni er ennfremur fjallað um nálgun Lucy Green (2008) sem byggir á því að gefa nemendum val og felst í því að búa til tónlist í gegnum tilraunastarfsemi og spuna sem er einmitt það sem lagt var upp með í þessu verkefni. Markmiðið var að gefa nemendum val og frelsi til að tjáningar svo þau gætu uppgötvað tónlist á nýstárlegan hátt í gegnum eigin tónverk. Verkefnið miðaði að því að þau gætu búið til tónlist sem hæfði þeirra áhugasviði.
    Tekin voru viðtöl við fjóra nemendur sem höfðu unnið skapandi vinnu á spjaldtölvur í tónmennt í 7. bekk undir leiðsögn höfundar. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að nemendur töldu tónlistarforrit eins og Garageband og Beat Sequencer vera góða leið til að skapa tónlist. Þá kusu flestir þeirra að vinna innan hóps á tónlistarforrit með spjaldtölvu. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að reynsla og viðhorf nemenda til skapandi vinnu á spjaldtölvu séu afar mikilvæg til að hægt sé að betrumbæta kennsluaðferðir, forrit og tæknibúnað.

  • Útdráttur er á ensku

    This study focuses on students' experiences and attitudes towards creative work on tablets. Smart devices and tablets in music education, and research and writings of scholars on new teaching methods in music education are summarized.
    The paper discusses the experience of using tablets from the perspective of students, first and foremost, as well as teachers perspectives. The use of tablets in music education is discussed, but also how it helps students gain freedom to create on their own terms and speed. The Garageband music program was used to explore how students were able use the program to create their own compositions.
    Applications like Garageband are simple to use and make it easy for students to learn to use it by testing it out themselves. The study also discusses the approach of Lucy Green (2008), which is based on giving students choice and involves creating music through experimentation and improvisation, which is exactly what this study focused on. The goal was to give students the choice and freedom to express themselves so that they could discover music in an innovative way through their own compositions. The project aimed at creating music that suited their field of interest.
    Four students in seventh grade were interviewed for their creative work on tablets in music education under the guidance of the author. The study found, among other things, that students considered music apps such as Garageband and Beat Sequencer a good way to create music. Most of the students chose to work within a group on a tablet music app. The study also revealed that students' experiences and attitudes toward creative work on a tablet are of vital importance for improving teaching methods, apps and technology.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
101566083_2613798338735356_6272014821944721408_n.jpg88.66 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Ólöf Katrín Þórarinsdóttir.pdf664.16 kBLokaður til...01.06.2140HeildartextiPDF