en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36807

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvaða áhrif hefur ótti við mistök á íþróttafólk : hvað er til ráða?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari heimildaritgerð voru skoðuð áhrif fyrirbærisins „fear of failure“ eða hvaða áhrif ótti við að mistakast hefur á íþróttamenn og hvað sé til ráða í þeim efnum. Markmiðið í þessari heimildaritgerð var að skoða hversu mikil áhrif þetta fyrirbæri hefur á íþróttafólk, mismunandi birtingaleiðir af því og hvað sé hægt að gera til að hjálpa íþróttamönnum að ná sér af því. Niðurstöðurnar úr ritgerðinni eru þær að ótti við að mistakast hefur slæm áhrif á frammistöðu. Leikmenn sem hafa stundað íþrótt lengi eru líklegri til að finna fyrir ótta við að mistakast en þeir sem hafa stundað hana skemur. Það er enginn marktækur munur á „ótta við að mistakast“ skorum á milli karla og kvenna en það er þó munur á hvernig hvort kynið upplifir ótta við að mistakast. Margar ástæður geta verið fyrir því að íþróttamenn finna fyrir ótta við að mistakast og er það mjög einstaklingsbundið. Besta leiðin til að leysa úr ótta við að mistakast fæst með því að byggja upp sjálfstraust með markmiðasetningu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara og íþróttamenn að vera meðvitaðir um þetta fyrirbæri því að það getur haft mjög slæm áhrif á bæði frammistöðu og andlega heilsu íþróttamanna.

Accepted: 
  • Jul 2, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36807


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing.pdf174.09 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Lokaverkefni_Omar_Atli_Sigurdsson.pdf425.62 kBOpenComplete TextPDFView/Open