is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36810

Titill: 
  • Gildi túlkaþjónustu fyrir notendur óhefðbundinna tjáskipta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð til að kanna hver staða fatlaðs fólks sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir er á Íslandi til þess að nýta sjálfræði sitt, rétt til að velja og taka eigin ákvarðanir. Auk þess skoðar rannsóknin hvaða þýðingu það hefði fyrir þennan hóp að hafa aðgang að formlegri túlkaþjónustu. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er lögð rík áhersla á sjálfstæði og sjálfræði einstaklinga með fötlun og kveður 21. greinin sérstaklega á um tjáninga og skoðanafrelsi ásamt rétti til aðgangs að upplýsingum. Megin niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ekki er boðið upp á faglega túlkaþjónustu fyrir notendur óhefðbundinna tjáksiptaleiða hér á landi og því verður þessi hópur að reiða sig á ættingja eða starfsfólk stofnana þegar það sækir þjónustu í samfélaginu. Þetta stríðir þvert gegn þeirri áherslu sem hefur verið sett innan samningsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar ófaglærður túlkur setur sig í tiltekið hlutverk eykst áhættan á því að sjálfstæði og sjálfræði einstaklingsins sé ekki virt og réttar upplýsingar komast illa til skila.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gildi_tulkathjonustu.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
utfyllt yfirlysing.pdf194.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF