is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36815

Titill: 
  • Litla barnið í leikskólanum : þarfir yngstu barnanna í leikskólanum og mikilvægi þess að leikskólakennarinn komi til móts við þær
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um yngstu börnin í leikskólanum sem eru börnin frá eins til þriggja ára. Fyrri kaflinn fjallar um þær breytingar sem eiga sér stað á fyrstu þremur árunum í þroska barnsins sem eru vægast sagt mikilfenglegar. Seinni kaflinn fjallar um hlutverk kennarans við skipulagningu leikskólastarfsins til þess að koma sem best til móts við þarfir barnanna sem dvelja á deildinni hans með tilliti til þroska þeirra. Síðustu ár hefur yngstu börnunum í leikskólanum fjölgað töluvert og þess vegna er tilgangur ritgerðarinnar að skýra frá þeim þáttum sem leikskólakennari yngstu barnanna þarf að hafa í huga við skipulagningu námskránnar til þess að mæta börnunum þar sem þau eru stödd og skipuleggja áskoranir til þess að styðja við frekari framfarir í þroska þeirra. Þær upplýsingar sem fram koma um mikilvægi þess að kennarinn þekki þroskastig og þarfir barnanna aflaði ég mér úr fræðilegu efni, úr bókum og tímaritsgreinum meðal annars. Í ritgerðinni kemur í ljós að kennarinn þarf að hafa þroskastig barnanna í huga við skipulagningu allra þátta leikskólastarfsins en þeir þættir sem um ræðir eru námsumhverfi, efniviður, foreldrasamstarf, málörvun og frjálsi leikurinn. Efni ritgerðarinnar er mikilvægt fyrir litlu börnin okkar í leikskólanum þar sem að þau þurfa á annarri námskrá að halda heldur en eldri börnin í leikskólanum því að barn tekur hröðum framförum í alhliða þroska fyrstu þrjú árin í lífinu.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf156.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ruth_Ragnars_B.Ed.pdf264.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna