is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36817

Titill: 
  • Mikilvægi hreyfingar ungra barna : hvernig leikskólar vinna með hreyfiþroska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsóknarskýrslunni fjalla ég almennt um hreyfiþroska, mikilvægi hreyfingar ungra barna og hvernig leikskólar starfa í tengslum við hreyfiþroska barna. Athugað er hvernig unnið er með hreyfiþroska þriggja til sex ára barna í leikskóla á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er tilviksrannsókn í formi vettvangsathugunar og viðtals. Markmiðið er að kanna hvort munur sé á starfi í tengslum við hreyfiþroska milli þessara tveggja leikskóla. Rannsóknir hafa sýnt fram á að börn hreyfa sig minna en áður og geta afleiðingar þess verið alvarlegir sjúkdómar, bæði líkamlegir og andlegir. Því er markmiðið að vekja athygli foreldra og starfsmanna innan leikskóla á mikilvægi líkamlegrar virkni ungra barna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að starfsemi í tengslum við hreyfiþroska barna er svipuð á leikskólunum tveimur. Þó kemur í ljós að munur er á umhverfi leikskólanna á þann hátt að norski leikskólinn leggur meira upp úr því að nýta náttúruna sem mest á meðan sá íslenski hefur meira af hefðbundnum leiktækjum á sinni lóð. Í skólanámskrám beggja leikskólanna er fjallað um mikilvægi hreyfingar í starfi skólanna en norska skólanámskráin er mun ítarlegri hvað varðar umfjöllun um markmiðin með hreyfingunni en sá íslenski.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Sara Guðjónsdóttir -pdf.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_SG.pdf146.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF