is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36819

Titill: 
 • Að kenna börnum með sérþarfir í skóla án aðgreiningar : saga kennara
 • Titill er á ensku Teaching children with special needs in inclusive school : story of a new teacher
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meistaraprófsritgerð þessi segir frá starfendarannsókn sem byggir á gögnum sem safnað var á tímabilinu frá ágúst 2016 fram í maí 2017. Tilgangurinn var að læra og skilja hvernig hægt væri að kenna nemendum með miklar sérþarfir í almennum bekk í skóla án aðgreiningar. Markmiðið með rannsókninni var að rýna í hvernig ég færi að við að vinna með einn nemanda sem þarf mikinn stuðning.
  Rannsóknin var starfendarannsókn og því var ég bæði rannsakandi og viðfangsefni. Stuðst var við rannsóknarsnið sjálfsöguforms sem oft er notað í starfendarannsóknum þar sem leitast er eftir því að lýsa og greina persónulega upplifun á markvissan hátt til að skilja megi menningarlega reynslu. Rannsóknargögnin sem ég notaðist við í ferlinu voru rannsóknardagbók, vettvangsathugunanir, ljósmyndir, myndbands- og hljóðupptökur og verkefni nemenda, bæði úr einstaklingsvinnu og hópavinnu. Rannsóknardagbókin var stærsti þátturinn í gagnasöfnun, í hana skráði ég hvað ég gerði í vinnunni, viðbrögð nemanda míns og hugleiðingar mínar eftir daginn og gat þannig fylgst með ferlinu. Helstu rannsóknarniðurstöður sýna að það skiptir miklu máli hvernig kennari nálgast nemanda með sérþarfir og að kennsla og skipulag þarf að vera í nokkuð föstum skorðum. Hvernig nemandinn brást við kennslunni hafði áhrif á það hvernig ég starfaði og þegar leið á ferlið kom í ljós að kennsluhættir mínir höfðu breyst frá því rannsóknin hófst. Hlutverk mitt hafði breyst frá því að vera stressaði kennarinn í byrjun rannsóknar í það að vera rólegri og yfirvegaðri og tók því sem gerðist og vann með það jafnóðum. Nemandinn tók líka miklum breytingum frá því að vera óöruggi og ósjálfstæði nemandinn yfir í að vera sjálfstæðari og yfirvegaðri en áður þó svo að breytingar ættu sér einnig stað sem hann átti almennt erfitt með.
  Rannsóknarniðurstöður sýna aðeins brot af því sem hægt er að gera í kennslu barna með sérþarfir. Ólíkir einstaklingar með mismunandi þarfir þurfa mismunandi nálgun og það er í höndum kennara að koma til móts við nemendur á ýmsa vegu í skóla án aðgreiningar. Ég tel að þær aðferðir sem ég vann með gætu haft jákvæð áhrif á aðra sem kenna börnum með sérþarfir.

 • Útdráttur er á ensku

  This Master's thesis describes an action research based on data collected during the period from August 2016 to May 2017. The purpose was to learn and understand how it was possible to teach students with a high level of special needs in the general classroom to inclusion. The aim of the study was to examine how I could teach one student who needed a lot of support.
  This was an action research where I was the researcher as well as the subject. Research methods of autoethnography are often used in action research in which efforts are made to describe and analyze personal experiences in a targeted way in order to understand cultural experience. The research data I collected in the process were research journal, field studies, photographs, video and audio recordings, and students projects, both from individual and group work. The research journal was the largest element of data collection, in which I recorded what I did at work, my student's reactions and my reflections after the day and thus was able to monitor the process. The main research results show that it is of great importance how a teacher approaches a student with special needs and that teaching and organization need to be in a fairly fixed range. How the student responded to the teaching influenced how I worked and as the process progressed it became apparent that my teaching methods had changed since the study began. My role had changed from being stressed by the teacher at the beginning of research into being calmer and balanced and taking what happened and working with it at once. The student also made major changes from being insecure and dependent on the student to being more independent and balanced than before, although changes should also occur that he had difficulty with.
  The study shows only a fraction of what can be done in teaching children with special needs. Different people with different needs need a particular approach and it is in the hands of teachers to accommodate students in various ways in school inclusive. I believe that the methods I worked with could have a positive impact on others who teach children with special needs.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigridur_Hafdis_Baldursdottir.pdf1.52 MBLokaður til...31.12.2070HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf197.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF