is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36821

Titill: 
 • Betri samskipti – betri líðan : starfendarannsókn um aðferðir til að bæta samskipti og líðan barna og starfsfólks
 • Titill er á ensku Better communication – better emotional well-being : a research study on methods to improve communication and emotional well-being of children and educators
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni segir frá starfendarannsókn sem unnin var í einum leikskóla og stóð yfir frá september 2019 fram í mars 2020. Tilgangurinn með rannsókninni var að skoða hvernig ég, sem faglegur leiðtogi, gæti aðstoðað starfsmenn á deildinni við að efla félagsfærni barnanna. Börnunum var skipt í litla vinnuhópa þar sem starfsmenn unnu markvisst að því að efla félagsfærni þeirra í þrjá mánuði og síðan tók við flæðandi skipulag. Ég, sem deildarstjóri, leiðbeindi starfsmönnum hvernig hægt væri að ná sem bestum árangri í því að efla félagsfærni barnanna og styðja þau í frjálsum leik í flæðandi skipulagi. Rannsóknarspurningin beindist að því hvernig ég sem faglegur leiðtogi gæti leiðbeint starfsmönnum á deildinni við að efla félagsfærni hjá börnum sem þurfa sérstakan stuðning á því sviði.
  Gögnum var safnað með rannsóknardagbók, vettvangsathugunum, viðtölum við einstaklinga og rýnihópa og með ljósmyndum. Ég skrifaði mikið af minnismiðum yfir daginn sem ég nýtti þegar ég settist niður í lok dags og skráði í rannsóknardagbókina.
  Niðurstöður bentu til þess að samskipti milli barnanna hefðu batnað mikið eftir að þeim var skipt í litla hópa með markvissri þjálfun í félagsfærni. Vinnan í litlu hópunum skilaði sér síðan þegar farið var út í flæðandi skipulag. Börnin voru mun glaðari og minna var um árekstra á milli þeirra. Ennfremur leið starfsfólkinu mun betur í vinnunni og andrúmsloftið var afslappaðra þegar ekki var verið að stressa sig á klukkunni og fara eftir stífri stundaskrá.

 • Útdráttur er á ensku

  The dissertation explains a research study conducted in one preschool that lasted from September 2019 to March 2020. The purpose of the study was to explore how I, as a professional leader, could support the educators who work with children who need support in social skills. The children were divided into small working groups where educators worked systematically on promoting children’s social skills for three months and then adopted an open flow schedule. As a headteacher, I guided the educators on how to enhance children's social skills and support them in playing effectively in an open flow schedule. The research question focused on how I, as a professional leader, could guide the educators to promote social skills of children who need support in that field.
  Data was collected through a research journal, on-site observations, interviews with individuals and focus groups, and photographs. Daily, I wrote notes which I used at the end of the day to write in my research journal.
  The findings indicated that communication between the children improved after they were divided into small groups to promote their social skills. The good results was also visible in an open-flow plan arrangement. The children became happier and there were fewer conflicts between them. The educators felt better, and the atmosphere became more relaxed when they were not stressing themselves to follow the clock and rigid schedule.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf89.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.ed_lokaritgerd.pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna