is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36823

Titill: 
  • Á að fara í fósturskimun fyrir Down ́s heilkenni? : umfjöllun um upplýsingagjöf til verðandi foreldra á meðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að sjá hvort verðandi foreldrar taki meðvitaða ákvörðun um að láta skima fyrir Down ́s heilkennum. Skoðað var bæði fósturskimanir og fósturrannsóknir á Íslandi með það fyrir sjónir að átta sig betur á tilgangi þeirra. Sérstök áhersla var lögð á líf einstaklinga með Down ́s heilkenni og aðstandendur þeirra og með því varpa fram hugleiðingum um hvort ástæða þyki að skima almennt fyrir Down ́s heilkennum. Til að færa betri rök fyrir tilgangi með ritgerðinni var farið yfir hverjir sinna upplýsingagjöfinni og fá bæði sjónarhorn einstaklinga með Down ́s heilkenni og þeirra sem sjá um upplýsingagjöfina.
    Helstu niðurstöður voru að ákvörðun um að fara í fósturskimun er ekki reist á nógu góðum rökum og oft illa ígrunduð. Verðandi foreldrar virðas telja að fósturskimun sé partur af mæðravernd og eru oft ekki tilbúnir að takast á við niðurstöður sem koma úr henni. Niðurstaðan sýnir okkur að nauðsynlegt er að huga að tilgangi fósturskimunar og finna leið til að gera líf einstaklinga með Down ́s heilkenni sýnilegra í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fosturskimun-fyrir-downs-heilkenni.pdf296.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sigrun_Bessy-rafraen-yfirlysing.pdf1.42 MBLokaðurYfirlýsingPDF