Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36824
Í því samfélagi sem við búum í er tæknin stöðugt að breytast. Grunnskólar á Íslandi hafa síðastliðin ár staðið í ströngu við að innleiða tæknina í skólastarf sitt og spjaldtölvan er þar fremst í flokki. Undanfarin ár hefur innleiðing á spjaldtölvum í skólastarfi aukist einkum vegna fjölbreyttra eiginleika þeirra og einfaldleika í notkun. Á Íslandi eru alltaf fleiri og fleiri grunnskólar að innleiða spjaldtölvur, oftast iPad, í skólastarf sitt og þess vegna er mikilvægt að kanna hvernig þær eru notaðar í námi og kennslu. Tilgangur þessarar rannsóknar er að svara eftirfarandi tveimur rannsóknarspurningum: Hvernig nýta enskukennarar spjaldtölvur í kennslu? Hvaða áhrif hefur notkun spjaldtölva haft á kennsluhætti? Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig enskukennarar nota spjaldtölvuna í kennslu sinni, hversu langt í innleiðingu hennar þeir eru komnir og hver viðhorf þeirra til spjaldtölvunotkunar eru. Stuðst er við eigindlega aðferðafræði og byggt á viðtalsrannsókn. Tekin voru sex hálf opin einstaklingsviðtöl við enskukennara á unglingastigi. Kennararnir eru allir úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöðurnar leiða í ljós að allir kennararnir hafi breytt kennsluháttum sínum eftir tilkomu spjaldtölvunnar í kennslu þeirra. Kennararnir telja að spjaldtölvan sé aðeins viðbót við það nám sem var til staðar áður, og að ekki hafi orðið stórvægilegar breytingar á kennslunni sjálfri. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kennararnir noti spjaldtölvurnar lítið eða aðeins til þess að leggja fyrir og dreifa verkefnum á nemendur. Það eru nemendurnir sem að nota spjaldtölvurnar hvað mest í kennslustund og verkefnavinnu. Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að innleiðing spjaldtölvunnar hafi gengið vel þó að engin nýbreytni hafi átt sér stað.
In the society we live in today, technology is constantly changing. Elementary schools in Iceland have for more than thirty years, been adopting new technology to their school systems. In recent years, tablet devices have become popular in schools due to their numerous features and easy to use applications. More schools in Iceland are implementing tablets, mostly iPads, into their teaching programs. That is why it is important to understand how they are being used, in teaching and learning. This study focuses on tablet use in English teaching at the elementary school level. The main purpose is to answer the following two research questions: How do English teachers use tablets in their teaching? What effect does tablet use have on their method of teaching? The goal of this study was to see how English teachers are using their tablet when teaching, where they stand after the implementation process, and their attitude towards the tablet. This was accomplished through interview research where qualitative methods were used. Six semi-structured individual interviews were conducted with English teachers who teach adolescents in elementary schools.
The results show that all the teachers surveyed had changed the way they teach after the advent of the tablet. The teachers believe that the tablet is only an addition to the learning process that was already achieved by students, and that no major change has happened on their teaching itself. The results indicate that teachers don’t use the tablet often, or only to present and distribute tasks or materials to students. The students, however, use the tablets the most during lessons and assignment work. It shows, for example, the diversity in the final versions of student assignments. The results also indicate that the tablet’s implementation has been successful, although no redefinition has occurred with the teachers surveyed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskil-sigrúndóra.pdf | 675,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman-yfirlýsing-sigrúndóra.pdf | 171,35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |