Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36829
Ritgerð þessi fjallar um snjalltækjanotkun foreldra og tengsl þeirra við andlega líðan barna. Samskipti á milli barna og foreldra gegna veigamiklu hlutverki í þroska og mótun barna en til þess að börn eigi sér farsæla framtíð þurfa þau að geta átt í góðum samskiptum við aðra einstaklinga. Í kjölfar snjalltækjavæðingarinnar hefur breyting átt sér stað í samskiptum og samverustund foreldra og barna þar sem snjalltæki eru orðin hluti af daglegu lífi og fjölskyldulífi þeirra. Markmið ritgerðar er að skoða hvaða áhrif snjalltækjanotkun foreldra hefur á samskipti milli barna og foreldra en einnig verður athugað hvort að tengsl séu við andlega líðan barna. Stuðst verður við fræðilegar greinar til þess að svara rannsóknarspurningu. Niðurstöður sýna fram á að notkun snjalltækja leiðir til minni samskipta foreldra við börn sín sem getur leitt til þess að börn upplifi óöryggi og geti átt við hegðunarvanda að stríða. Snjalltækjanotkun foreldra veldur því að erfiðara er fyrir börn að eiga í samskiptum við þau og ná athygli þeirra. Vegna hraða samfélagsins hefur snjalltækjanotkun aukist og því er mikilvægt að foreldrar og börn eyði tímanum sínum saman án tækjanna. Jafnvægi á milli samverustunda og snjalltækjanotkunar er lykillinn að góðum samskiptum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 202.37 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
LOKASKIL-- Silja María Albertsdóttir.pdf | 408.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |