Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3683
Í þessari ritgerð verður gefið stutt yfirlit yfir þær lögskýringaraðferðir sem beitt er í álitum
umboðsmanns Alþingis við túlkun glugerðarheimilda. Ritgerð þessi er alls ekki tæmandi um efnið, enda af miklu að taka í álitum umboðsmanns. Í 2. kafla ritgerðarinnar verða reifuð
almenn atriði um reglugerðarheimildir, framsal lagasetningarvalds, lögmætisregluna og tegundir reglugerðarheimilda. Í 3. kafla verða síðan skoðuð einstök lögskýringarsjónarmið og reifuð álit umboðsmanns Alþingis til skýringar. Í 4. kafla verða síðan reifaðir tveir dómar Hæstaréttar og skoðaðar þær lögskýringaraðferðir sem beitt er þar. Í ritgerðinni er reynt eftir megni að taka til skoðunar nýleg álit umboðsmanns frá árinu 2007 og nýrri, en á stöku stað er þó minnst á eldri álit þegar það á við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heimir_Skarphedinsson_fixed.pdf | 162,31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |