is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36831

Titill: 
  • Mitt mál og þitt mál : óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og snemmtæk íhlutun í málörvun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samskipti eru okkur öllum mikilvæg hvort sem við erum fær um að tjá okkur með talmáli eða ekki. Við höfum öll eitthvað að segja. Við getum tjáð okkur til að eiga samskipti við aðra, tryggja rétt okkar eða koma tilfinningum okkar til skila. Með óhefðbundnum tjáskiptaleiðum er hægt að auðvelda einstaklingum sem ekki búa yfir getu til að nota talmál að tjá sig. Það er mikilvægt að beita snemmtækri íhlutun á börn sem glíma við einhverskonar röskun á málþroska og finna hvaða tjáskiptaleið hentar viðkomandi barni. Í þessari ritgerð verður fjallað um málþroskaraskanir barna og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir eins og TEACCH, Tákn með tali og PECS sem yfirleitt henta vel börnum á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um störf þroskaþjálfa í leikskóla og hvernig þeirra fagþekking nýtist í starfi með börnum sem notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Niðurstaðan er sú að fagþekking þroskaþjálfa nýtist vel þar sem þeir hafa þekkingu á mismunandi tjáskiptaleiðum og hafa einnig þekkingu og reynslu af ólíkum fötlunum.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokahandrit.pdf532.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf217.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF