Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36833
Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á námsmat að vera reglubundinn hluti af öllu skólastarfi og nýtast sem hvatning fyrir nemendur og stuðla að námsframförum. Verkefni þetta er tilviksrannsókn unnin út frá viðtölum og gögnum um námsmat og námsmatsaðferðir í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvernig unnið var með námsmat í stærðfræði á unglingastigi í skólanum og hvernig kennarar mættu breyttum áherslum í námsmati samkvæmt hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Megintilgangur verkefnisins var að skoða árangursríka leið til að vinna með hæfniviðmið aðalnámskrár í námsmati sem og að gefa hugmyndir og innblástur að námsmatsaðferðum sem henta vel í vinnu með hæfniviðmiðin. Rannsóknarskóli var valinn í samráði við leiðbeinanda sem benti á nokkra skóla sem komu til greina. Rannsakandi skoðaði námsmatsgögn frá þessum skólum og valdi að lokum rannsóknarskóla út frá gögnunum.
Til þess að færa rök fyrir mikilvægi námsmats var litið til Miller, Linn og Gronlund (2005) sem draga fram ólíkar en jafnframt áhrifaríkar aðferðir í námsmati. Einnig var litið til Aðalnámskrár grunnskóla sem kveður á um þá hæfni sem nemendur eiga að hafa náð við lok grunnskólagöngu.
Tekin voru viðtöl við einn kennara í rannsóknarskólanum ásamt því að námsmatsverkefni voru skoðuð. Einnig var fylgst var með kennurum fara yfir verkefni í sameiningu þar sem nemendur fengu einkunnirnar á kvarðanum A-D. Viðtölin voru greind í þemu með tilliti til uppbyggingar kennslu og námsmatsverkefna og einnig vinnubragða kennara ásamt því að greind voru dæmi um námsmatsverkefni.
Það sem var einkennandi við vinnubrögð kennara var að námsmat var að stórum hluta skipulagt áður en kennsla og kennsluhættir voru ákveðnir. Þar var fyrst tekið til athugunar hvaða hæfni hæfni nemendur ættu að hafa tileinkað sér við lok skólaárs áður en það var skipulagt hvað og hvernig ætti að kenna nemendunum. Lögð var áhersla á að byggja kennslu og námsmat á þeim þáttum sem nemendur ættu að hafa tileinkað sér í lok kennslutímabils.
According to the Icelandic curriculum, assessment should be a regular part of all school activities, be used as an incentive for students and to promote educational progress. This thesis is a case study based on interviews and data collected on assessment and assessment methods in a primary school in Iceland. The study examined the assessment of mathematics education in the school and how teachers met the changed emphasis in assessment according to the criteria of the curriculum. The main purpose of the thesis is to examine a way to work with the aptitude criteria in assessment from the curriculum, as well as giving ideas and inspiration for assessment methods in education. The researcher consulted the project supervisor when choosing a school for the research. Several schools were considered. Assessment materials from the
schools were examined and informed the desicion of the chosen school.
To bring to light the importance of assessment we refer to to Miller, Linn and Gronlund (2005) who discuss effective methods in assessment, while considering the national curriculum, which stipulates the various skills that students should have attained at the end of compulsory schooling.
Teachers at the research school were interviewed and assessment material was examined. The researcher was present when teachers graded students on an assessment projects with the grades A-D. The interviews were analyzed in themes, which included the teaching structures, the structure of assessment projects, the work practices of the teachers, as well as examples of assessment projects.
What characterizes the teacher’s work is that the assessment is to a large extent organized before the teaching and teaching methods are determined. The teachers first consider what skills students should have acquired at the end of the school year before considering what to teach
and how the teaching should be structured. An important factor for building assessment and learning is to keep an eye on what the students should have learned at the end.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Í upphafi skal endinn skoða.pdf | 4.92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_signed.pdf | 337.17 kB | Lokaður | Yfirlýsing |