is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36834

Titill: 
  • Heimspeki með ungum börnum : heimspekilegar áherslur í grunnþáttum menntunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar útgáfu nýrra aðalnámskráa fyrir skólastigin þrjú, það er leik- grunn- og framhaldsskóla, voru gefin út þemahefti um sex grunnþætti menntunar. Eiga þessir sex grunnþættir að vera sameiginlegt leiðarljós við námskráargerð skólastiganna þriggja. Heimspeki er hvergi skilgreind sem sérstök námsgrein í aðalnámskrám leik- og grunnskóla, þótt heimspekilegra áhrifa gæti með bæði beinum og óbeinum hætti. Markmið þessa verkefnis er að sýna hlutverk heimspekinnar í grunnþáttum menntunar. Til þess að gera því góð skil verður rýnt sérstaklega í þrjá af sex grunnþáttum menntunar. Markmiðið með þessari ritgerð er líka að kynna uppalendum og kennurum fyrir hugmyndinni um að iðka heimspeki með börnum og sýna fram á þann ávinning sem af því getur hlotist. Þá er einnig fjallað um aðferðafræði heimspekingsins Matthew Lipman, heimspeki fyrir börn (e. Philosophy for children eða P4C), og dæmi tekin um hvernig heimspeki með börnum hefur verið innleidd í skólastarf á Íslandi. Aflað var upplýsinga í bókum, þær sóttar af netinu og skoðaðar voru rannsóknir er tengdust efninu. Niðurstöðurnar leiða í ljós að heimspeki og aðferðir hennar eiga sér hljómgrunn í þeim grunnþáttum menntunar sem teknir voru til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna einnig fram á að aðferðir heimspekinnar styðja við og efla mörg af þeim markmiðum sem fram koma í skilgreiningu aðalnámskrár á grunnþáttum menntunar. Þessi B.Ed. ritgerð er því innlegg í umræðuna um innleiðingu heimspekikennslu í leik- og grunnskólum á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig_Heiða_Úlfsdóttir_shu1-lokaverkefni.pdf470.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-shu1.jpg340.16 kBLokaðurYfirlýsingJPG