is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36837

Titill: 
  • Er skólinn minn líka fyrir mig? : einhverfir nemendur í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um einhverfu og nám einhverfra barna í skóla án aðgreiningar. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi góðs skipulags náms og annarra aðstæðna sem kunna að koma upp í skólasamfélaginu. Það er vel þekkt að félagsleg staða einhverfra barna er afar viðkvæm og því ljóst að fylgjast þarf vel með þeim þætti. Hlutverk þroskaþjálfa í skóla án aðgreiningar er því afar mikilvæg fyrir þennan hóp nemenda vegna þeirra sérþekkingar á réttindum barna til þess að lifa eins góðu lífi og umhverfi þeirra gefur tilefni til. Stefnan um skóla án aðgreiningar markar þau tímamót að öll börn hafa rétt til þess að sækja sinn heimaskóla óháð því hvort um sérþarfir sé að ræða. Einhverfa getur verið flókin og ber að nálgast hana af virðingu og nærgætni. Það er mikilvægt að unnið sé eftir viðurkenndu verklagi í öllu starfi þegar kemur að einhverfum börnum og eru áætlanir eins og einstaklingsnámskrá og þjónustuáætlun nauðsynlegar og mikilvægt er að vandað sé til verks við gerð þeirra og unnið sé eftir þeim. Huga þarf sérstaklega að félagslegri stöðu barnsins og fjölskyldu þess. Vinna þarf markvisst með félagsfærni og efla barnið til þátttöku í skóla sem og í samfélaginu öllu. Þannig er hægt að ná góðum árangri og vellíðan barnsins. Rannsóknarspurningin sem lagt er upp með í þessari heimildarritgerð er hvernig virkar skóli án aðgreiningar fyrir einhverf börn? Eins hvert hlutverk þroskaþjálfa er í skóla án aðgreiningar. Niðurstaða mín eftir þessi skrif er sú að miklvægt er að vandað sé til verks þegar einhverfir nemendur eiga í hlut. Þjálfun í félagslegri færni þeirra, gott skipulag og einstaklingsmiðað nám er forsenda farsælla skólagöngu. Hlutverk þroskaþjálfa í skóla án aðgreiningar er mikilvægt vegna þeirra sérþekkingar sem hann hefur á högum og líðan fatlaðra barna. Þroskaþjálfa ber að standa vörð um réttindi fatlaðra barna innan grunnskólans sem og að ryðja í burtu þeim hindrunum sem kunna að verða á vegi þeirra.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Lokaútgáfa.pdf445.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SAS-yfirlýsing.pdf229.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF