Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36838
Hugrænn styrkur er hugtak sem mikið hefur verið rannsakað á sviði íþróttasálfræðinnar síðustu tvo áratugi og hefur verið tengt frammistöðu í íþróttum. Þeir einstaklingar sem hafa mikinn hugrænan styrk hafa þróað með sér ákveðna eiginleika og nýta sér aðferðir sem hafa jákvæð áhrif á frammistöðu. Þjálfarinn getur með hegðun sinni myndað jákvætt andrúmsloft sem stuðlar að færnihneigð. Markmið var að kanna hvernig hugrænn styrkur þróast og hlutverk þjálfarans í því ferli. Niðurstöður eftir heimildaleit sýndu að hugrænn styrkur er langtíma ferli sem getur þróast frá barnsaldri með umhverfisþáttum, styrkingu eða refsingu á hegðun og hugarþjálfun. Þjálfarinn getur með leiðtogafærni og hegðun mótað rétta umhverfið sem stuðlar að þróun hugræns styrks. Það umhverfi stuðlar að bæði færnihneigð og bættri frammistöðu. Hann getur styrkt eða refsað hegðun og eiginleikum ásamt því að kynna íþróttamanninum fyrir hugarþjálfun. Það er greinileg þörf fyrir að fræða þjálfara og foreldra um hvernig þau geta haft áhrif á þróun hugræns styrks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_SteinarLeo.pdf | 562.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 220.88 kB | Lokaður | Yfirlýsing |