is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36839

Titill: 
  • Deildarstjórn : fagleg leið að stjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð Deildarstjórn, fagleg leið að stjórnun er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um fagmennsku og starfshætti deildarstjóra í leikskólum, en þau hugtök spila stórt hlutverk í starfi deildarstjórnunar. Markmiðið með ritgerðinni er að rýna dýpra í fagmennskuna út frá fjórum þáttum, sem eru ósjálfstæð fagmennska, sjálfstæð fagmennska, samvirk fagmennska og framtíðar fagmennska. Ég mun bera fræðin saman við þessi hugtök og leiða niðurstöður að því hvaða fagmennska ber ofan öðrum út frá því hvað deildarstjórar notast mest við. Ég mun einnig skoða starfshætti út frá hvaða gildum og uppeldissýn deildarstjórar notast við og út frá því mun ég skoða stjórnunarstíla, en þar legg ég mikla áherslu á dreifða forystu. Starfslýsing deildarstjóra verður kynnt og ígrunduð út frá þessum þáttum. Ég notaði eigindlegar rannsóknir við viðtölin á deildarstjórunum og því næst afritaði ég þau og greindi. Helstu niðurstöðurnar eru að fagmennskan skiptir ótvíræðum máli við stjórn í leikskóla og starfshættir eru það sem gerir góðan deildarstjóra góðan. Von mín við þessi rit eru að nýta þessar upplýsingar til að leggja meiri áherslu á mikilvægi faglegrar deildarstjórnar í leikskólum.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Deildarstjórn fagleg leið að stjornun.pdf531,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Steinunn.jpg1,98 MBLokaðurYfirlýsingJPG