is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36840

Titill: 
 • Gagnrýnin hugsun í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að skoða gagnrýna hugsun frá sem flestum hliðum, hvernig hún er skilgreind, tengsl hennar við heimspeki, mikilvægi hennar, hvernig er hægt að kenna hana og hvað þarf að hafa í huga þegar hún er kennd, bæði til að hafa kennslu sem besta en einnig hvaða gildrur ber að varast.
  Verkefnið er í megin atriðum textarannsókn. Til að tengja hana við íslenskt menntakerfi og skólastarf tók ég að auki viðtöl við fjóra heimspekinga sem vinna allir innan skólakerfisins (þrjá kennara og einn skólastjóra) auk eins samfélagsfræðikennara. Markmiðið var að fá fram sýn þeirra á gagnrýninni hugsun, hugmyndir þeirra um merkingu hugtaksins og lýsingu á því hvernig þau vinna með gagnrýninna hugsun í skólanum, bæði þegar horft er til kennslu eða námsmats. Einnig voru þau spurð út í sýn þeirra á hvernig skólakerfið sem heild er að vinna með gagnrýna hugsun og loks um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar.
  Niðurstöðurnar gefa til kynna að þótt að við eigum heilmikið af góðum og klárum kennurum sem gera sitt besta til að kenna gagnrýninna hugsun, þá upplifa þeir mikið álag í starfi. Þeir telja að of mikil áhersla sé lögð á að fara yfir mikið efni í stað þess að fara vel yfir minna efni. Þá hafi stór hluti kennara hvorki fengið þjálfun né öðlast þekkingu, getu eða vilja til að vinna samkvæmt þeim kennsluháttum sem þörf er á til að kennsla í gagnrýninni hugsun verði árangursrík. Niðurstöður fræðilega hluta þessa verkefnis eru í samræmi við hugmyndir viðmælendanna um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar sem og þá erfiðleika sem þeir lýsa varðandi kennslu gagnrýninnar hugsunar. Lokaverkefnið eiga þeir að geta nýtt og lært af sem hafa hug á að kenna gagnrýna hugsun hvort sem um er að ræða starfandi kennara eða kennaranema.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project was to examine critical thinking from many aspects, how it is defined, its relationship to philosophy, its importance, how to teach it and what to consider when teaching, both to teach it the best way but also what pitfalls to avoid.
  My research is primarily textual and conceptual. It analyzes philosophical texts and ideas, as well as findings in the social sciences. In order to give the research contextual relevance in an Icelandic setting I also interviewed 4 philosophers who all work within the school system (three teachers and one principal) as well as one social studies teacher with knowledge of critical thinking. The aim was to get their views on critical thinking, their understanding of the concept and how they work with critical thinking in their schools, both with regard to teaching and assessment. They were also asked to evaluate how the school system as a whole is working with critical thinking, and finally to explain how they see its importance.
  The results indicate that although there are many good teachers who are doing their best to teach critical thinking, those teachers feel that there is too much focus on reviewing a lot of material placed over going over less material well, as well as that a large proportion of teachers have not received training nor have the knowledge, ability or willingness to work according to the teaching methods needed to teach critical thinking effectively. The academic part of the research supports the views of those interviewed on the importance of critical thinking as well as the difficulties they endure. Those who want to teach critical thinking, either working teachers or students who are learning to become teachers, should be able to use and learn from this study.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2020_05_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_27_05_20.pdf169.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð Styrmir Stefnisson.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna