is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36841

Titill: 
  • Saga, þróun og framtíðarsýn þroskaþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að sögu, þróun og hugsanlegri framtíðsýn fyrir þroskaþjálfa. Eins er fjallað um tengingu við sambærilegar stéttir erlendis og alþjóðasamstarf. Ritgerðinni er ætlað að dýpka þekkingu á þessum þáttum og skoða hverjar eru ástæður þess að þroskaþjálfar starfa á eins breiðum og fjölbreyttum starfsvettvangi og þeir gera. Út frá þessu er leitast við að spá fyrir um framtíð fagstéttar þroskaþjálfa, störf þeirra og starfsvettvang. Eftirfarandi rannsóknarspurning var höfð að leiðarljósi: „Hvaða þættir hafa áhrif á þróun fagstéttar þroskaþjálfa og hvert stefnir hún með hliðsjón af alþjóðatenginu við sambærilegar stéttir?“ Ritgerðin er fræðileg úttekt þar sem stuðst var við fræðilegar heimildir og rannsóknir. Helstu niðurstöður gefa til kynna að fagstétt þroskaþjálfa hafi þróast samhliða breytingum á málefnum fatlaðs fólks, þeirra helsta þjónustunotanda. Þroskaþjálfar hafa verið breytingarafl, en einnig þurft að þróa starfsvið sitt og víkka starfsvettvang með hliðsjón af þessum breytingum. Ætla má að þörf fyrir fagstétt þroskaþjálfa sé mikil og nauðsynleg, ekki síst sem stuðningur við jaðarhópa til fullrar þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Niðurstöður gefa einnig til kynna mikilvægi þess að fagstéttin skilgreini störf sín og hlutverk enn betur á fjölbreyttum vettvangi ásamt því að stuðla að enn meiri og betri alþjóðlegri tengingu við sambærilegar stéttir í námi og starfi í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna.lokaritgerð.BA.lokaskil.pdf491,01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Sunna.pdf198,73 kBLokaðurYfirlýsingPDF