Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36842
Þessi rannsóknarskýrsla er tvískipt. Fræðilegi hluti hennar fjallar um stöðu þekkingar á áhrifum bardagaíþrótta á þroska og sjálfsstyrkingu barna og ungs fólks, auk þeim lífeðlisfræðilegu áhrifum sem þjálfunin hefur á líkamsþroska. Þær íþróttagreinar sem helst er fjallað um eru Taekwondo, júdó og Brazilian Jiu Jitsu. Litið verður til nýlegra rannsókna á þessu sviði og greint frá niðurstöðum þeirra. Í seinni hluta skýrslunnar er gert grein fyrir niðurstöðum úr rannsókn sem gerð var á upplifðu sjálfsöryggi og persónulegri reynslu tíu iðkenda úr áðurnefnum íþróttagreinum. Í rannsókninni var farið eftir eigindlegum aðferðum en þáttakendur svöruðu spurningalista sem innihélt 16 spurningar um eigin reynslu af iðkun í áðurnefndum bardagaíþróttagreinum. Spurningalistinn innihélt einnig eina likert-kvarða spurningu sem mældi eigin upplifun á sjálfsöryggi í nýjum aðstæðum. Helsta markmiðið með rannsókninni var að skoða hvaða áhrif regluleg og langvarandi iðkun bardagaíþrótta getur haft á persónuleika og sjálfstraust einstaklinga sem þær stunda. Niðurstöður benda til að iðkun bardagaíþrótta ungmenna geti haft jákvæðar afleiðingar á félagslíf, sjálfstraust og sjálfsaga einstaklings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvaða áhrif getur iðkun bardagaíþrótta haft á sjálfsmynd og sjálfsöryggi hjá ungu fólki?BSritgerd.SunnaWiium1.pdf | 270.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing skemmu.jpg | 43.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |