is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36843

Titill: 
  • Aðferð Mariu Montessori og HighScope-stefnan : eiga þau samleið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða nánar muninn á Montessori-aðferðinni og HighScope-stefnunni. Fjallað verður ítarlega og kynnt verður aðferð Montessori og lögð verður áhersla á hvernig aðferðin nýtist í kennslu og sem námstækni á ung börn. Kynntar verða hugmyndir um HighScope-stefnuna og hvernig hún nýtist í uppeldi frá fæðingu til snemmfullorðinsára. Til þess að fá betri skilning á slíkri tegund uppeldis þá verður stuðst við rit eftir m.a. Hohmann, David P. Weikart og Ann S. Epstein. Rýnt verður í hvernig áhrif samskiptatækni í slíku uppeldi hefur á börn og ungmenni og hvort lærdómurinn út frá uppeldinu muni nýtast þeim á snemmfullorðins og fullorðinsárum. Rannsóknarspurningin sem leitað verður svara við er, eiga uppeldisaðferðir Montessori og HighScope-stefnan samleið?
    Tekin verða eigindleg viðtöl við viðkomandi einstaklinga sem að nota aðferðirnar í sínu starfi. Síðan verða gögn úr viðtölum og gögn úr þemagreiningu notuð til að svara rannsóknarspurningu og verður stuðst við fyrri sambærilegar rannsóknir og ritrýndar heimildir. Þegar gerð verður grein fyrir uppeldisháttunum hvor um sig þá verða þeir settir í samhengi um notagildi þeirra og að lokum verða þeir bornir saman.
    Viðfangsefnið vekur upp áhuga vegna þess að báðar aðferðir og hugmyndafræðin á bak við þær hafa komið sér vel fyrir börn frá unga aldri, fyrir félagslegan og vitsmunalegan þroska þeirra sem og eigið sjálfstæði og samskiptahæfileika við önnur börn og fullorðna. Það er áhugavert að skoða hvernig nýta má Montessori-aðferðina ásamt HighScope-stefnunni. Einnig verður fjallað um hugmyndafræði Reggio Emiliu.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing lokaverkefni- Súsanna Mary.pdf208.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-verkefni - Súsanna Mary.pdf390.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna