is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36847

Titill: 
 • "Góður hópur getur gert allt" : viðhorf leikskólastarfsfólks til gæða í leikskólastarfi
 • Titill er á ensku “A good group can do anything really“ : preschool educators´ views on quality in early childhood education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf leikskólastarfsfólks til gæða í leikskólastarfi, helstu þátta sem hafa áhrif á gæði leikskólastarfs og þeirra áhrifa sem gott leikskólastarf hefur á börn og samfélagið í heild. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir til að afla gagna og var það gert með því að taka hálf opin viðtöl við fjóra leiðbeinendur og fjóra leikskólakennara.
  Gæði í leikskólastarfi eru talin geta haft mikil áhrif á líf barna og tækifæri þeirra til áframhaldandi náms, auk þess að geta stuðlað að auknum jöfnuði í viðkomandi samfélagi og tryggt að atvinnuhjól þess haldist gangandi. Samkvæmt rannsóknum eru helstu áhrifaþættir þegar kemur að gæðum í leikskólastarfi menntun starfsfólks, fjöldi barna á kennara, stærð húsnæðis og skipulag, námskrá og mat á starfi, en af þessum þáttum skiptir menntun starfsfólks mestu máli.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að það sem skiptir mestu máli til að tryggja gæði í leikskólastarfi er starfsmannahópurinn, menntun hans og samsetning. Það sem hefur helst áhrif á gæði leikskólastarfs er starfsandinn í hverjum leikskóla og fjárveitingar og ákvarðanir stjórnvalda sem snúa að leikskólamálum. Áhrif góðs leikskólastarfs á börn og samfélagið voru að mati viðmælenda gríðarlega mikil, annars vegar í því formi að veita börnum góðan grunn og betri tækifæri til frekari náms og hins vegar sem grunnstoð í samfélaginu sem tryggir foreldrum tækifæri til að stunda vinnu og stuðli þannig að því að hjól atvinnulífsins snúist.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to shed light on preschool educator’s views on quality in early childhood education, what aspects they believed to be most likely to affect the quality of any given preschool and what effect quality in early childhood education has on children and the society in general. Qualitative research methods were used for this study and data was collected by conducting half-open interviews with four educators and four preschool teachers.
  It is believed that quality in early childhood education can have positive impact on children’s lives and opportunities in further education. Furthermore, quality in early childhood education can contribute to equality in the society and ensure that the wheels of labour keep turning. According to research, educator’s education, child-teacher ratio, size and accommodation of the work environment, curriculum and evaluation are the main influences when it comes to quality in early childhood education, but out of these factors, educator’s education is the most important one.
  The main findings of the study indicate that the most important aspect to ensure quality in early childhood educations is the group of employees in each school, their education and how well they work together. The main aspect that the participants believed to be likely to affect already established quality, was the morale in each preschool setting as well as funding and decisions regarding early childhood education made by authorities. According to participants in the study, quality in early childhood education is considered to have positive effect on children and the overall society, it gives children important foundation to build on in their further education and better opportunities later in relation to education. As for the society in general, early childhood education is fundamental in ensuring parents opportunities to work and by doing that, it ensures that the wheels of labour keep turning.

Samþykkt: 
 • 2.7.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Góður hópur getur gert allt - Viðhorf leikskólastarfsfólks til gæða í leikskólastarfi.pdf651.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.jpeg958.21 kBLokaðurYfirlýsingJPG