is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36848

Titill: 
  • Meðvitaðir – virkari – vitrari : leiðarvísir ætlaður til að styrkja og virkja foreldra í baráttu ungmenna við sjálfskaða
  • Titill er á ensku Aware – active –wiser : a guide designed to empower and enable parents in the fight against adolescent self-harm
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi virkni foreldra í baráttu ungmenna við sjálfskaða. Markmiðið er að gera foreldra meðvitðari um þetta ástand og vandann sem sjálfskaði er, leiða þá í gegnum fræðina og virkja í baráttunni gegn honum.
    Sjálfskaði er útbreitt vandamál sem mörg ungmenni glíma við. Hann er bjargráð ungmenna sem þjást af yfirþyrmandi andlegri vanlíðan og ná ekki að takast á við hana á annan hátt en að skaða eigin líkama. Sé ekkert að gert getur sjálfskaði ungmennis leitt til annarra alvarlegri vandamála sem stofna velferð og heilsu þess í hættu. Þetta er neyðarákall ungmenna um aðstoð.
    Þetta er eigindleg rannsókn sem tekur saman helstu fræði og aðferðir til varnar sjálfskaða og hlutverk foreldra þar að lútandi. Leitast er við að setja fram auðlesið fræðsluefni með handhægum leiðbeiningum um hvað skal varast og hvað sé æskilegt að gera. Rannsóknarspurningarnar sem hafðar eru að leiðarljósi eru þessar; 1) Hvernig geta foreldrar verið virkari í baráttu ungmenna gegn sjálfskaða þeirra? 2) Hvernig má útskýra sjálfskaða á uppeldis- og þroskakenningarlegan máta? 3) Hvers skal gæta í nálgun við ungmenni með sjálfskaða? 4) Hvað ber að varast þegar ræða á vandann? 5) Hvar má leita sér aðstoðar? 6) Hvað geta aðstandendur gert til aðstoðar?
    Það er greinileg þörf á að bæta fræðslu foreldra á sjálfskaða og hvernig þeir geta verið forvarnir gegn honum. Til að það sé hægt þarf að skilja sjálfskaða frá grunni, hvað orsakar hann, hvað hann segir okkur og hvers vegna ungmenni skaða sig.
    Foreldrar þurfa að vera tilbúnir, og viljugir, til þess að takast á við baráttuna þar sem samskipti og þolinmæði eru lykilatriði. Ungmenni þurfa aðstoð og foreldrar þurfa að vera meðvitaðri, virkari og vitrari í baráttu þeirra gegn sjálfskaða.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to highlight the importance of parents being more present in the fight against adolescents’ self-harm. The aim is to make parents aware of this prevailing problem that is self-harm, guide them through theories and enable them to fight against self-harm.
    Many young adolescents around the world struggle with self-harm. They use it this as a coping mechanism to manage overwhelming distress which they cannot manage in any other way. If an adolescents’ self-harm is left unchecked, it can lead to other severe problems that can endanger their well being and health. Self-harm is the adolescents’ desperate call for assistance.
    This is a qualitative study that gathers the predominant research and methods on self-harm and the role of parents. The aim is to set up an easy-to-read educational guide with practical instructions on how to approach self-harm and what to be aware of concerning it. The research questions are as follows; 1) How can parents be more active with their adolescents’ in the fight against self-harm? 2) How can we explain self-harm from a pedagogy- and developmental view? 3) What is to be aware of when approaching an adolescent with self-harm and how do we discuss the problem? and 4) What can family members do to help and where can they seek assistance?
    It is obvious that parents need more instructions on how to deal with self-harm and how they can be a prevention against it. To make that possible we need to understand the roots of self-harm. What is self-harm telling us and why do adolescents feel the need to harm themselves? Parents need to be ready, and willing, to embark on a mission to help their adolescent(s). Communication and patience is key. Adolescents need help and parents need to be more aware, active and wiser in the fight against self-harm.

Samþykkt: 
  • 2.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna R Finnbogadóttir - trf3- Meðvitaðir-virkari - vitrari - MA.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni - MA - 2020.pdf114.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF