Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36849
Í rannsókn þessari verður varpað ljósi á kynfræðslu á unglingastigi í grunnskóla. Ég skoða hvað megi bæta þegar kemur að kynfræðslu fyrir hinsegin nemendur, út frá sjónarhorni kennara sem annast slíka fræðslu. Örfáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu málefni á Íslandi og er mikil þörf á frekari rannsóknum um hinsegin nemendur. Ekkert er minnst á hugtakið kynfræðsla í Aðalnámskrá grunnskóla, samt sem áður er kveðið á um að þegar nemendur eru búnir með 10. bekk eiga þau að geta beitt hugtökum um kyn, kynhneigð, kynhlutverk og kyngervi. Engar reglur eru um það hvernig skal kenna nemendum um þessi atriði. Til að svara rannsóknarspurningum verður beitt eigindlegri rannsóknaraðferð með því að taka fjögur djúpviðtöl fyrir fjóra grunnskólakennara úr mismunandi skólum í Reykjavík sem hafa sinnt kynfræðslu á unglingastigi. Niðurstöður benda til þess að kennara skortir þekkingu til þess að sinna fullnægandi kynfræðslu fyrir hinsegin nemendur. Ástæðan fyrir því er að kennarar fá ekki tækifæri til endurmenntunar. Þörf er á yfirgripsmikilli kynfræðslu sem ekki er gefin tími til þess að sinna. Unglingar eru áhugasamir en kennarar telja þá búa yfir meiri vitneskju en þeir gera í raun og veru. Rannsókn þessi er mikilvæg til að hvetja aðra fræðimenn til að beina sjónum að kynfræðslu fyrir hinsegin unglinga svo þau fái sambærilega fræðslu um kynheilbrigðismál og gagnkynhneigðir jafningjar þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerð_UnaGeirdis.pdf | 460.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 165.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |